Þessi aðgerð opnar valskjá sem bíður uppá val um að annað hvort séu skattkort flutt yfir áramótin eða að skattkortin standi óbreytt nema hvað persónuafsláttur sé núllstilltur.
Athugið að aðeins á að velja aðra hvora leiðina.
Hægt er að keyra prufukeyrslu til að skoða niðurstöður með því að sleppa því að velja Geyma niðurstöðu.
· Skattkort yfir áramót
· Núllstilla persónuafslátt
· Geyma niðurstöðu.
Aðgerðin Skattkort yfir áramót.
Skilaboðin útskýra þessa aðgerð 😊 en þessi aðgerð er þægileg fyrir starfsemi þar sem bæði eru greidd mánaðarlaun fyrirfram og eftirá um áramót, þar sem skattkortin vinna á dagsetningum.
Aðgerðin Núllstilla persónuafslátt
Þessi aðgerð er heppilegri þar sem eingöngu er unnið með eftirágreidda starfsmenn. Þessa aðgerð er hægt að keyra eftir að búið er að loka síðasta ári og áður en laun eru greidd á nýju ári. Þessa aðgerð þarf því ekki að keyra fyrr en undir lok janúar mánaðar.
Aðgerðin Geyma niðurstöðu.
Hægt er að keyra fyrri tvær aðgerðirnar án þess að haka við Geyma niðurstöðu. Það er gert til að skoða áhrifin.
Um leið og hakað er við Geyma niðurstöðu þá eru skattkortin vistuð út frá því hvor aðgerðin á undan er valin með.