Upplýsingar um hvaða lífeyrissjóð starfsmaður greiðir í og hversu mikið eru skráðar í þetta spjald. Áður en hægt er að skrá inn í spjaldið þarf að vera búið að stofna lífeyrissjóðina í kerfinu.
Gildir frá - Gildir til
Til þess að færsla í spjaldi launamanns reiknist í útborguninni þarf hún að vera í gildi einhverntíman í bókunarmánuði útborgunar. Bókunarmánuður útborgunar ræður því hvaða færsla í spjaldi er notuð. Ef verið er að leiðrétta laun afturvirkt þá reiknast í þann sjóð sem starfsmaðurinn er í þegar leiðréttingin er greidd færsludagsetningar hafa þá ekki áhrif.
Ef hins vegar á að reikna í sömu sjóði og voru í gildi á tímabilinu sem verið er að leiðrétta er hægt er að setja inn stillingu í Stillingar - Gildi Xap.DontUseBookDate4Cards og true í gildi
Ef starfsmaður sem náð hefur 70 ára aldri hefur heimild til að greiða áfram í sinn almenna lífeyrissjóð er hægt að setja hak í svæðið “Greiða í almennan sjóð eftir 70 ára aldur”
Reiknireglur dæmi:
Reiknast eins og sjóður:
Algengast er að nota þessa reglu fyrir almenna lífeyrissjóði
Yfirskrifa hlutföll:
Starfsmaður greiðir ekki sama hlutfall (prósentu) og skilgreint er á lífeyrissjóði, eða mótframlag reiknast ekki það sama (%) og skilgreint er á lífeyrissjóði, en allur reikningur á samt að fylgja sjóði, þá er valin reiknireglan "Yfirskrifa hlutföll"
Reiknitegund er áfram óaðgengileg (grálituð) og sama er með hak fyrir orlof og endurmenntun, það fylgir reglum lífeyrissjóðsins.
Yfirskrifa reiknireglu og hlutföll
Starfsmaður á ekki að greiða iðgjald í lífeyrissjóð heldur skal aðeins reikna mótframlag og skal það eingöngu reiknað af dagvinnulaunum. Valið „Yfirskrifa reiknireglu og hlutföll" og reiknitegund nr. 1 Dagvinna valin úr fellivali. Mótframlags prósenta skráð í reitinn Hlutfall fyrirtæki.
Ef starfsmaður greiðir í tvo sameignar lífeyrissjóði, þá þarf að yfirskrifa reiknireglu fyrir annan sjóðinn og sleppa haki í Endurhæfingarsjóð