Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 17 Next »

Hægt er á einfaldan hátt að eyða út starfsmannaupplýsingum og skjölum fyrir starfsmenn sem hætt hafa störfum fyrir X mánuðum síðan undir flipanum Aðgerðir > Eyða starfsmannaupplýsingum.

Sjálfgefna gildið í aðgerðinni er 0 mánuðir en til að breyta því er farið í Stillingar > Gildi > EmployeeDeleteDataWithoutPayGDPR.Months og í gildi er settur inn fjöldi mánaða. Hægt er að yfirskrifa mánaðarfjölda þegar aðgerðin er keyrð en en við mælum með því að setja inn stillingu svo sjálfvirka gildið sé ekki 0.

Mánaðarfjöldinn segir til um hve langt er frá því að starfsmaðurinn hætti störfum og er miðað við þá dagsetningu sem Hættur færslan í Tenging innan fyrirtækis spjaldinu tekur gildi. Kerfið horfi bara á þær Hættur færslur sem eru með gildir til dagsetningu 31.12.9999. Ef starfsmaður er í fleiri en einu starfi og hættur í einhverjum þeirra þá er ekkert átt við þann starfsmann. Starfsmannaupplýsingum er einungis eytt út ef starfsmaðurinn er hættur í öllum launamannanúmerum sem hann á.

(info) Athugið að til þess að tryggja að launaseðlum sé ekki eytt af hættu starfsfólki þá þarf að ganga úr skugga um að númer skjalategundarinnar "Launaseðill" sé skilgreint í stillingu "FileRepositoryObjectDocumentType.Payslip" í "Stillingar > Gildi". 

Þetta forrit/virkni gerir ekkert við gögn í ráðningarkerfi þar sem sér aðgerð er þar til þess að eyða gömlum gögnum.



Hvaða gögn eyðast

Hvað eyðist Myndir

Starfsmannaspjald

  • Starfsmannaspjald eyðist ekki - fyrir utan nánasta aðstandanda
  • Banki
  • Gjöld 
  • Persónuafsláttur
  • Launaseðlar eyðast ekki 
  • Starfsferill
  • Starfsaldur eyðist ekki
  • Hlutir í láni
  • Kjör eyðist
  • Viðhengi  (nema launaseðlar)
  • Til minnis 
  • Samgöngustyrkur
  • Samskipti

Þekking og fræðsla

  • Menntun
  • Hæfni
  • Réttindi 
  • Námskeið

Launamannanúmer

  • Tenging innan fyrirtækis eyðist ekki
  • Grunnlaun eyðist ekki
  • Vinnutími eyðist ekki
  • Viðverureglur
  • Orlof 
  • Lífeyrissjóðir
  • Stéttarfélög
  • Fasti launaliðir eyðist ekki
  • Reikniliðir eyðist ekki
  • Reiknihópar
  • Efla
  • Intellecta
  • Persónubundnir þættir

Þó að launagögnum sé eytt úr spjöldum starfsmanns er alltaf hægt að nálgast gögnin. Vegna bókhaldslaga verður að geyma bókhaldsgögn í ákveðinn tíma sem hægt er að nálgast í fyrirtækjalista í client.

Einnig eru skjölum starfsmannsins eytt úr skjalaskápnum NEMA launaseðlum. (info) Athugið að til þess að tryggja að launaseðlum sé ekki eytt af hættu starfsfólki þá þarf að ganga úr skugga um að númer skjalategundarinnar "Launaseðill" sé skilgreint í stillingu "FileRepositoryObjectDocumentType.Payslip" í "Stillingar > Gildi". 

Forritið finnur svo frammistöðumöt sem eru tengd á starfsmanninn. Öllum svörum er eytt þ.e. svari starfsmannins, svari yfirmannsins, sameiginlegum svörum og svo frammistöðumatsfærslunni sjálfri. Sama er gert við gátlistana, svörum gátlistans er eytt og svo færslunni sjálfri, og einnig námskeiðsþátttakanda, svörum hans við námskeiðsmati og viðbótarspurningum.


  • No labels