Þegar auglýsing hefur verið stofnuð þá birtist hún strax á umsóknarvef Kjarna (https://”nafnfyrirtækis”.umsokn.is) þar sem umsækjendur geta sótt um. Á umsóknarvefnum birtast allar auglýsingar þar sem umsóknarfrestur er enn í gildi og hakað er við Birt á ytri vef.
Ef viðskiptavinir kjósa frekar að birta laus störf á sinni heimasíðu þá er hægt að sækja auglýsingarnar úr Kjarna með vefþjónustu. Ráðgjafateymi Kjarna getur veitt frekari upplýsingar varðandi það.
Smellt er á viðkomandi starf til að birta nánari upplýsingar um starfið og þá birtist öll auglýsingin með þeim upplýsingum sem voru settar inn. Umsóknarferlið hefst svo á því að smella á Sækja um starf hnappinn.
Hægt að velja enska útgáfu með því að smella á EN efst í hægra horni.