Ný skipuritsþjónusta
Nýrri skipuritsþjónustu hefur verið bætt við Kjarna. Sú þjónusta birtir allar skipulagseiningar í kerfinu ásamt tengingum þeirra við aðrar skipulagseiningar, fyrirtæki, kostnaðarstöðvar og yfirstöður.
Heimilisfang skipulagseiningar yfir í Active Directory
Því hefur verið bætt við AD tenginguna að hægt er að skila yfir í AD heimilisfangi sem skráð er á skipulagseiningar í Kjarna.
Intellecta skýrsla - breyting á ábyrgðarstigi
Breytingar hafa verið gerðar á lista fyrir ábyrgðarstig að beiðni Intellecta til þess að endurspegla þær breytingar sem þau eru að gera á kjarakönnuninni sinni. Ath. að vegna þessara breytingar þurfa viðskiptavinir að yfirfara skráningu ábyrgðarstiga á stöðum í Kjarna fyrir næstu skil.
Aðgangsstýringar - bætt við dálki fyrir lýsingu í Hlutverk-Skipanir
Bætt hefur verið við dálki fyrir lýsingu í listanum yfir Hlutverk-Skipanir.
Öll gögn starfsmanns - GDPR
Nýrri skýrslu, Öll gögn starfsmanns - GDPR, hefur verið bætt við Kjarna. Skýrslan er aðgengileg í hliðarvalmynd undir Kjarni > Skýrslur. Skýrslan skilar öllum upplýsingum sem skráðar eru um tiltekinn starfsmann í Kjarna, að undanskildum launagögnum, og er hægt að keyra upp ef starfsmaður óskar eftir að fá öll gögn sem skráð eru um hann í mannauðs- og launakerfið. Skýrsluna er hægt að prenta út eða vista sem .pdf skjal. Starfsmaður ætti þegar að eiga alla launaseðla en ef hann óskar eftir launagögnum til viðbótar þá er einfalt að taka allar launaupplýsingar starfsmanns út úr fyrirtækjalista.