Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 3 Next »

Forsíða - "flís" fyrir hlekki

APPAIL-5225

Viðskiptavinir hafa getað sett inn hlekki á starfsmannavefinn sem vísa starfsmönnum á aðrar gagnlegar síður, s.s. starfsmannahandbók á innri vef. Þessir hlekkir hafa verið aðgengilegir neðst undir Valmynd. Í útgáfu 18.9.1 var upphafssíðu starfsmannavefsins breytt þannig að þar sé hægt að birta "flísar" með ýmsum gagnlegum upplýsingum og nú með útgáfu 18.10.1 eru hlekkirnir aðgengilegir á svona flís. Stillingin Employee.Web.Dashboard í Aðgerðir > Vefgildi ræður því hvaða flísar birtast á upphafssíðu starfsmannavefsins. Ef ekkert er þar skilgreint þá birtast allar flísar, þ.m.t. hlekkir. Í Starfsmannavefur - stillingar í handbókinni má sjá nánari upplýsingar varðandi þessar stillingar. 

Stillingar og launaupplýsingar

APPAIL-5297

Eftir útgáfu 18.9.1 virkuðu ekki allar stillingar á starfsmannavef sem skyldi, þ.e. þær stillingar sem földu svæði, auk þess sem launaupplýsingar undir Valmynd voru ekki aðgengilegar. Hvoru tveggja hefur nú verið lagað. 

Afmælisbörn dagsins - stilling fyrir birtingu afmælisbarna

APPAIL-5290

Bætt hefur verið við stillingu þar sem hægt er að takmarka hvaða starfsmenn birtast í afmælisbörnum dagsins á starfsmannavefnum út frá ráðningarmerkingu og tegund ráðningar. Stillingin er sett í Aðgerðir > Vefgildi. Sjá stillingar fyrir starfsmannavefinn hér.

ATH. ef engin stilling er inni birtast allir starfsmenn óháð ráðningarmerkingu og tegund ráðningar.


  • No labels