Umsóknarvefur - staðfesting vegna t.d. persónuverndarlaga
Bætt hefur verið við stillingu til að birta staðfestingu á umsóknarvefnum vegna t.d. persónuverndarlaga. Þegar umsækjandi hefur valið að sækja um starf þá kemur upp texti sem viðkomandi þarf að samþykkja til að geta haldið áfram í umsóknarferlinu.
Textinn sem á að birta er stofnaður sem bréf undir Stofnskrár > Bréf. Stilling fyrir birtingu á þessum texta í umsóknarvefnum er RecruitingWebLoginTextID og er hún sett í Xap > Gildi. Gildið er svo númer bréfsins sem á að birta.