Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 10 Next »

Eloomi tenging - takmörkun á fyrirtæki

APPAIL-5676

Bætt hefur verið inn möguleika á að setja inn stillingu þar sem hægt er að takmarka flutning starfsmanna yfir í Eloomi við ákveðin fyrirtæki. Þetta á við í þeim tilvikum þar sem viðskiptavinir eru með fleiri en eitt fyrirtæki í Kjarna en ekki starfsmenn allra fyrirtækjanna eiga að stofnast í Eloomi. 

Endilega sendið póst á service@origo.is ef þið viljið nýta ykkur þessa virkni. 

Eloomi tenging - óvirkja notendur 

APPAIL-5684

Bætt hefur verið inn virkni þannig að notendur í Eloomi eru óvirkjaðir þegar viðkomandi starfsmaður er merktur Hættur í Kjarna. 

Eloomi tenging - námskeið frá Eloomi yfir í Kjarna

APPAIL-5426

Eloomi tengingin skilar nú ekki bara gögnum frá Kjarna yfir í Eloomi heldur líka í hina áttina þar sem því hefur verið bætt við að upplýsingar um rafræna fræðslu, sem starfsmenn hafa lokið í Eloomi, flytjist yfir í námskeiðsspjald starfsmanna í Kjarna. Hér er að finna nánari upplýsingar. 

Númer aðgangskorts

APPAIL-5655

Svæði fyrir skráningu á númeri aðgangskorts hefur verið bætt við launamannaspjaldið. Þetta númer er m.a. hugsað fyrir mötuneytislausnina sem er einn af þeim kerfishlutum sem viðskiptavinir geta nýtt. 

Kerfisvalmynd - tilfærsla á skipunum

APPAIL-5752

Aðgerðirnar Stofna notanda og Eyða notanda sem voru undir flipanum Stillingar hafa verið færðar undir flipann Aðgerðir

Aðgerðirnar Vefgildi og Samþykki sem voru undir flipanum Aðgerðir hafa verið færðar undir flipann Stillingar

Valmynd flísar

APPAIL-5745

Í tækjaslá flísavalmynda var tákn í laginu eins og þrjár flísar. 

Þessu tákni hefur nú verið breytt, bæði skipun á bak við það og eins útliti þess. Skipun var .Index en er nú .List til samræmis við aðrar stillingar í Kjarna.

Þetta tákn er notað til að stilla flísar í valmyndinni, skipta um liti og letur og líka til að eyða flísum úr vistaðri valmynd.

  • No labels