Eloomi

Í Kjarna er boðið upp á tengingu við fræðslukerfið Eloomi. Senda skal beiðni á service@origo.is ef áhugi er á að virkja þessa tengingu. 

Grunnstillingar

Í upphafi þarf að setja inn ákveðnar grunnstillingar til þess að koma tengingunni á. Þessar stillingar eru framkvæmdar af ráðgjöfum Origo sem hluti af innleiðingu tengingarinnar. 

Skipurit

Í Kjarna er aðgerð til þess að senda skipuritið frá Kjarna yfir í Eloomi. Þessi aðgerð er keyrð í upphafi til þess að stofna skipuritið í Eloomi og hana er svo hægt að keyra reglulega í framhaldi ef breytingar verða á skipuriti í Kjarna sem endurspegla þarf í Eloomi. 

Þessi aðgerð er aðgengileg undir Aðgerðir > Eloomi > Uppfæra skipurit í Eloomi í kerfisvalmynd Kjarna. 

Starfsmenn

Í Kjarna er einnig aðgerð til þess að senda starfsmannalista yfir í Eloomi. Sú aðgerð er einnig aðgengileg í Aðgerðir > Eloomi > Uppfæra starfsmannalista í Eloomi í kerfisvalmynd Kjarna. 

Þessi aðgerð sem flytur starfsmannalistann yfir í Eloomi er keyrð í upphafi en frekari breytingar á starfsmönnum í Kjarna kalla svo í tenginguna og uppfæra upplýsingar í Eloomi. Þetta á bæði við þegar nýir starfsmenn hefja störf eða þegar upplýsingar starfsmanna breytast, s.s. starfsheiti, skipulagseining og/eða næsti yfirmaður. 

Einnig er hægt að flytja einn stakan starfsmann yfir í Eloomi úr Kjarna. Það þarf að gera með því að setja skipun í skipanagluggan í vinsta horninu niðri.
Skipunin er EloomiEmployee.Update.[EmployeeMasterID]
Dæmi: ef flytja á yfir starfsmann með starfsmannanúmerið 266 þá væri skipuin EloomiEmployee.Update.266

Hægt er að takmarka stofnun starfsmanna í Eloomi við ákveðnar Ráðningarmerkingar, s.s. Í starfi, og Tegundir ráðningar, s.s. Fastráðning, Reynsluráðning auk þess sem hægt er að tarkmarka stofunina við ákveðin fyrirtæki ef ekki á að stofna starfsmenn í öllum fyrirtækjum í Eloomi. 

Til viðbótar við ofangreint er einnig hægt að skilgreina í Kjarna hvort starfsmenn eigi eingöngu að stofnast í Eloomi (stofnast með stöðuna Inactive) eða einnig að virkjast þannig þeir fái sent lykilorð í tölvupósti (stofnist með stöðuna Pending í Eloomi). Sá möguleiki krefst þess aftur á móti að netfang sé skráð á starfsmann í Kjarna. Ef netfang er ekki skráð á starfsmann þá stofnast hann ekki í Eloomi.

Athugið að til þess að starfsmaður stofnist í Eloomi þarf netfang og notandanafn að vera skráð á hann í Kjarna (ekki er nauðsynlegt að notendanafn sé skráð). Gsm sími er líka krafa ef nota á sms virkni í Eloomi. 

Þegar starfsmaður er merktur Hættur í Kjarna þá óvirkjast hann sjálfkrafa í Eloomi. 

Ef starfsmaður á tvö launamannanúmer í Kjarna þá eru gögnin fyrir aðal launamannanúmerið send yfir í Eloomi.


Námskeið

Þegar starfsmenn hafa lokið rafrænum námskeiðum (Online) í Eloomi er hægt að láta upplýsingarnar flæða yfir í Kjarna. Til þess að það gerist er sett inn sjálfvirk keyrsla á kerfi viðskiptavinar sem keyrir reglulega og flytur námskeiðsupplýsingar frá Eloomi yfir í Kjarna. Hægt er að setja inn stillingu í Kjarna ef eingöngu skilyrt námskeið (required) eiga að flytjast yfir en ef ekki er kveikt á þeirri stillingu þá flytjast öll rafræn námskeið yfir. 

Í stillingu er hægt að skilgreina ákveðna námskeiðstegund sem öll námskeið frá Eloomi skrást á í Kjarna. Þannig er einfalt að aðgreina þau námskeið sem koma frá Eloomi frá öðrum námskeiðum sem eiga uppruna sinn í Kjarna. 

Þau gögn sem flytjast frá Eloomi yfir í Kjarna eru flutt beint í námskeiðsspjald starfsmanns og engin gögn fara í kerfsishlutann fyrir fræðslu.

Hér að neðan eru upplýsingar um þau gögn sem vistast í námskeiðsspjaldið í Kjarna frá Eloomi:

Kjarni svæði í námskeiðsspjaldi
Gögn frá Eloomi
HeitiNafn rafræns námskeiðs í Eloomi
Gildir fráStofndagur rafræns námskeiðs í Eloomi
Tegund námskeiðsSú námskeiðstegund sem skilgreind er í Kjarna fyrir námskeið frá Eloomi
LýsingLýsing rafræns námskeiðs í Eloomi
PunktafjöldiPunktafjöldi námskeiðs í Eloomi
Hóf námskeiðDagsetning þegar starfsmaður hóf námskeið í Eloomi
Lauk námskeiðiDagsetning þegar starfsmaður lauk námskeiði í Eloomi
Stofnað þannDagsetning þegar sjálfvirk keyrsla fyrir flutning frá Eloomi yfir í Kjarna er keyrð og þ.a.l. dagurinn sem viðkomandi færsla er stofnuð í námskeiðsspjald í Kjarna
Stofnað af notanda nr.Notandinn sem keyrir keyrsluna og þ.a.l. stofnar færsluna í námskeiðsspjald Kjarna. Þetta er notandinn sem keyrir sjálfvirku keyrsluna.