Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 6 Current »

Þegar námskeiði er lokið þarf að staðfesta námskeiðið til að gögn þátttakenda flytjist yfir í mannauðshluta kerfisins. 

Byrjað er á að yfirfara þátttakendur og breyta þátttökustöðu hjá þeim þátttakendum sem ekki mættu á námskeiðið í annað hvort Hætti við eða Mætti ekki. Einnig þarf að breyta ef einhverjir þátttakendur voru skráðir á biðlista en mættu þarf að breyta þátttökustöðu hjá þeim í Skráður.

Þegar því er lokið er farið í flipann Stofngögn og í reitnum Staða námskeiðs er stöðunni breytt í Staðfest. Þá kemur upp gluggi þar sem spurt er hvort vilji örugglega staðfesta námskeiðið, gögn þátttakenda flytjist yfir í mannauðshlutann. Þar er valið Áfram ef staðfesta á námskeiðið eða Hætta við ef ekki á að staðfesta námskeiðið.

Ef gera þarf breytingar á námskeiði sem er staðfest þarf að byrja á því að virkja námskeiðið aftur, gera þær breytingar sem þarf að gera og staðfesta svo námskeiðið að nýju. Þegar námskeið er gert aftur virkt þá eyðast út þau gögn sem fluttust yfir í mannauðshlutann en flytjast svo aftur yfir að nýju þegar námskeiðið er aftur staðfest.

Þau gögn sem flytjast yfir í mannauðshlutann á þátttakendur eru námskeið, hæfni og réttindi. Ef námskeið veitir ákveðin réttindi sem er með gildistíma þá er upphafsdagur réttindanna miðaður við seinasta dag sem námskeiðið var haldið. 

Gögn flytjast bara yfir í mannauðshlutann fyrir þá þátttakendur sem eru með þátttökustöðuna Skráður.



  • No labels