Flokkun auglýsingar bætt við í lista
Flokkun auglýsingar og Flokkun auglýsingar nr. var bætt inn í listana Auglýsingar, Umsókn og Auglýsingasvör svo nú er hægt að draga þessi svæði inn í þessa lista.
Auglýsingar - dagsetningar gildistíma
Ef dagsetningar í gildistíma á auglýsingu voru óvart skráðar þannig að Til dagsetning var á undan Frá dagsetningu kom upp villa.
Ef þetta gerist núna kemur athugasemd um að dagsetning frá má ekki vera á eftir dagsetningu til og ekki hægt að vista auglýsingu nema dagsetningar séu lagaðar.
Senda viðhengi sendir allar yfirlitssíður fyrir umsókn
Ef umsækjandi hefur uppfært umóknina sína fyrir ákveðið starf uppfærist yfirlitssíða umsóknar í Kjarna. Aftur á móti þegar yfirlitssíðan var send í tölvupósti sendust allar yfirlitssíðurnar. Þetta hefur verið lagað og núna sendist einungis nýjasta yfirlitssíðan.
Viðhengi send úr ráðningarhluta birti bara þær viðhengjategundir sem tengjast ráðningum
Þegar verið var að senda viðhengi úr ráðningarhlutanum birtist yfirlit yfir allar viðhengjategundir sem til eru í Kjarna. Þetta hefur verið lagað núna birtist einungis þær viðhengjategundir sem hafa eiganda skjals Umsækjandi eða Umsókn. Ef ekkert val birtist, eða vantar inn viðhengjategundir, þegar verið er að senda viðhengi í tölvupósti vantar að merkja eiganda skjals fyrir þær viðhengjategundir sem tengjast ráðningarhlutanum. Er það gert undir Stofnskrár > Skjalaskápur - Tegundir skjala. Ef þið óskið eftir aðstoð við þessar breytingar getiði sent beiðni á service@origo.is.
Ólögleg tákn í lykilorði á umsóknar vef tekið út
Ekki var hægt að nota &, % og + í lykilorði þegar umsækjandi stofnaði sig sem notanda á umsóknarvefnum. Þetta hefur verið tekið út og eru núna öll tákn leyfileg en ekki er þörf á því að hafa tákn í lykilorðinu.
Villuboð færð neðst á skjáinn
Ef umsækjandi reyndi að stofna aðgang með t.d. sama netfangi og annar umsækjandi var með komu villuboðin þess efnis neðst á skjáinn. Villuboðin hafa verið færð neðst á skjáinn.
Umsækjandi endursetur lykilorðið - flyst yfir á umsóknarvefinn með lista yfir öll laus störf
Ef umsækjandi endursetti lykilorðið sitt þá gerðist ekkert eftir að lykilorðið var endursett. Núna flyst hann yfir á síðuna með yfirliti yfir öll laus störf.