Hægt er á einfaldan hátt að eyða út starfsmannaupplýsingum og skjölum fyrir starfsmenn sem hætt hafa störfum fyrir X mánuðum síðan undir flipanum Aðgerðir > Eyða starfsmannaupplýsingum.
Undanskilin eru gögn í spjöldunum Starfsmaður, Launamannanúmer, Starfsaldur og Tenging innan fyrirtækis auk launagagna og launaseðla en Grunnlaunaspjaldi er eytt.
Ef nota á þessa aðgerð þarf að bæta við stillingu í Stillingar > Gildi > EmployeeDeleteDataWithoutPayGDPR.Months og í gildi er settur inn fjöldi mánaða.
Mánaðarfjöldinn segir til um hve langt er frá því að starfsmaðurinn hætti störfum og er miðað við þá dagsetningu sem Hættur færslan í Tenging innan fyrirtækis spjaldinu tekur gildi. Kerfið horfi bara á þær Hættur færslur sem eru með gildir til dagsetningu 31.12.9999.