Laun 20.3.1
Síur í svæðum í launasamþykkt á vef
Síum hefur verið bætt við svæði í launasamþykkt á vef. Nú er hægt að sía á samþykkt/ósamþykkt laun, skipulegaeiningu, kostnaðarstöð, kostnaðarstöð nr og stöðu.
Veftré í launasamþykkt á vef
Veftré í launasamþykkt hefur verið fest þannig að núna skrollar bara taflan sjálf en ekki öll síðan.
Bókhaldslyklar fyrir skuldbindingu
Ekki var hægt að komast inn í skráningu bókhaldslyka vegna skuldbindinga. Það hefur nú verið lagfært.
Flýtiskráning
Aðgerðin PayRegister.Register var bætt lítillega.
Núna er m.a hægt að sækja færslur inn í flýtiskráninguna eftir greiðsluformi starfsmanna og velja að skrá færslur á skipulageiningu og stofnun.
Flýtiskráning aðgengileg undir Laun - Aðgerðir
Nú er hægt að nálgast skráningarmynd fyrir flýtiskráningu undir Laun - Aðgerðir.
Flipi fyrir aðgerðina “Talning á greiddum stöðugildum” undir Aðgerðir.
Nú er aðgerðin “Talning á greiddum stöðugildum” aðgengileg undir Aðgerðir. Áður varð að slá inn skipun til að keyra aðgerðina.
Reiknaður líf- og starfsaldur í Kjarna ef starfsmenn eru í tveimur störfum.
Nú er hægt að reikna starfaldur út frá greiddum stöðugildum vegna starfsmanna sem eru í fleirra en einu starfi. Vinsamlega sendið beiðni á service@origo.is til að fá aðstoð við stillingar og endurreikning.
Gjaldkeralisti
Hægt er að setja inn stillingar fyrir gjaldkeralista, listinn sýnir upphæð greiðslna á stofnun fyrir hvern gjalddaga. Vinsamlega sendið beiðni á service@origo.is til að fá aðstoð við stillingar fyrir gjaldkeralista.
Bókhaldslykill á stöðu bætt í lista
Svæðinu fyrir bókhaldslykil á stöðu hefur verið bætt inn í listana Starfsmaður og Tenging innan fyrirtækis