Ráðningar á vef 20.6.1

Ráðningar/Onboarding - sjálfvirk lokun á skattkort á forminu Óska eftir gögnum.

APPAIL-7205

Þegar óskað er eftir gögnum frá umsækjanda í onboarding ferlinu þá opnast formið núna með óvirkum hnappi fyrir skattkort. Það fer þá sjálkrafa þannig til umsækjandans að hann fylli ekki sjálfur út upplýsingar um skattkort. Ef einhverjir viðskiptavinir vilja láta umsækjendur fylla sjálfir út upplýsingar um skattkort þá þarf að virkja þennan hnapp áður en formið er sent.

Höfnun umsækjanda - Hægt að breyta stöðu umsóknar í Umsókn hafnað þegar send eru út höfnunarbréf.

APPAIL-7172

Nú er hægt að velja þann möguleika á að breyta stöðu umsóknar í Umsókn hafnað þegar send eru út höfnunarbréf. Þessi möguleiki er fyrir hendi bæði frá lista sjónarhorni (þar sem hægt er senda bréf á marga) og frá samskiptaflís á yfirliti hvers umsækjanda.

Auglýsingar og úrvinnsla - Bætt við möguleika á að raða í stafrófsröð.

APPAIL-7239

Bætt var við þeim möguleika á að raða umsóknum í stafrófsröð á Stöðuborði og í Ferilskrár view, undir Auglýsingar og úrvinnsla.