Laun 20.6.1

Ný gjaldategund stéttafélaga

APPAIL-7147

Stofnuð hefur verið ný gjaldategund stéttafélaga, Þróunarsjóður vinnumarkaða með bókstafinn Z.

Aðgerðin “Fastir liðir, hækka upphæðir”

APPAIL-7198

Aðgerðin “Fastir liðir, hækka upphæðir” var hætt að virka og skilaði villu ef smellt var á hana.

Þetta hefur nú verið lagfært og virkar aðgerðin eðlilega.

Leiðrétting á enskri þýðingu á launaseðli

APPAIL-7105

Á enska launaseðlinum var rangur texti fyrir mótframlag. Rétt þýðing er “Counter contribution” og hefur heitið nú verið lagfært.

Skýrslan “Jafnlaunavottun” - bæta við sundurliðuðum álagsflokkum

APPAIL-7274

Inn í skýrsluna “Jafnlaunavottun” en nú hægt að draga efirfarandi álagsflokka úr grunnlaunaspjaldi.

  • Menntunarálag

  • Símenntunarálag

Uppfærsla á gagnaskilakerfi Skattsins

APPAIL-7133

Vefþjónusta gagnaskila Skattsins vegna launamiða hefur verið uppfærð til samræmis við breytingar hjá þeim.

Samþykktarferli þarf að gefa aðgang útfrá stöðu

APPAIL-7316

Virkni í aðgangsstýringum samþykktarferlis hefur verið bætt þannig að nú gefur hún aðgang út frá þeirri stöðu sem launin eru skráð á. Þetta á við ef verið er að skrá laun á aðra stöðu en starfsmaðurinn er á í Tenging innan fyrirtækis. Til þess að aðgangsstýringin virki þarf að vera búið að kveikja á stillingu til að skipta upp launalið 9001 vegna heildarlauna. Einnig gæti í einhverjum tilfellum þurft að bæta inn línu í hlutverk yfirmanna. Hafið samband við ráðgjafa Origo fyrir nánari aðstoð.