Kjarni vefur 20.6.1

Teymið mitt - Dagsetningar

APPAIL-7227

Á flísunum Menntun, Námskeið og Réttindi voru elstu dagsetningar að birtast efst. Þessu hefur nú verið breytt þannig að á öllum flísum birtast nýjustu færslur efst á hverri flís.

Teymið mitt - Hættir starfsmenn

APPAIL-7207

Hættir starfsmenn sem höfðu gengt yfirstöðu á sinni skipulagseiningu þegar þeir voru í starfi voru að birtast undir Teymið mitt. Þetta hefur nú verið lagað.

Teymið mitt í farsíma

APPAIL-7006

Gerð var útlitsbreyting á því hvernig Teymið mitt opnast í farsímum.

Kjarni vefur - Hægt að fela virkni

APPAIL-7242

Nú er hægt að aðgangsstýra því hvaða virkni er sýnileg í hliðarvalmynd hjá notendum á Kjarna vef. Ef viðskiptavinir vilja fela ákveðna virkni niður á tiltekin hlutverk eru þeir beðnir um að senda beiðni þess efnis á service@origo.is.

Kjarni vefur - Hægt að fela flísar á yfirlitssíðu

APPAIL-7297

Nú er hægt að fela flísarnar tvær; Ráðningarferli og Ráðningar á yfirlitssíðunni á Kjarna vef. Ef viðskiptavinir vilja fela þessar flísar eru þeir beðnir um að senda beiðni þess efnis á service@origo.is.

Kjarni vefur - Hægt að velja inn flísar til birtingar á yfirlitssíðu

APPAIL-7296

Einnig er hægt að velja hvaða flísar birtast með því að haka í viðeigandi flísar undir Sýnileg gögn.

Teymið mitt - Hægt að fela flísar

APPAIL-7271

Nú er hægt að fela flísar undir Teymið mitt ef viðskiptavinir eru ekki að nota öll svæðin. Ef viðskiptavinir vilja fela ákveðnar flísar eru þeir beðnir um að senda beiðni þess efnis á service@origo.is.

Teymið mitt - Ný flís fyrir grunnlaun

APPAIL-7270

Bætt hefur verið flís fyrir grunnlaun undir Teymið mitt. Þessi flís birtist ekki default undir Teymið mitt heldur þarf að setja inn stillingu til þess að birta þessa flís. Ef viðskiptavinir vilja birta þessa flís eru þeir beðnir um að senda beiðni þess efnis á service@origo.is.

Teymið mitt - Fyrstu þrjár færslur birtast á hverri flís

APPAIL-7229

Nú birtast þrjár nýjustu færslur á hverri flís sjálfkrafa en aðrar færslur eru faldar, smella þarf á hnappinn Fleiri færslur til að sprengja út flísina og sjá allar færslur.

Rafrænar undirritanir - Að setja inn texta í nýtt sniðmát

APPAIL-7246

Undir rafrænum undirritunum tók óratíma að setja texta inn í nýtt sniðmát. Þetta hefur nú verið lagað.

Rafrænar undirritanir - Að setja inn svæði úr Bæta við gildi í nýtt sniðmát

APPAIL-7247

Undir rafrænum undirritunum voru valin MailMerge svæði ekki að fara á réttan stað í nýju sniðmáti, svæðin lentu efst í skjalinu í stað þess að fara þar sem bendillinn var. Þetta hefur nú verið lagað.

Rafrænar undirritanir - Viðbætur MailMerge svæða

APPAIL-7252

Undir Nýtt sniðmát, í listanum Bæta við gildi, var bætt við MailMerge svæðunum fyrir sveitarfélag, yfirstöðu og starfslýsingu.

Rafrænar undirritanir - Viðbætur og lagfæringar MailMerge svæða

APPAIL-7277

Undir Nýtt sniðmát, í listanum Bæta við gildi, var bætt við MailMerge svæðunum orlofsréttur og ráðningarmerking. Mail merge svæðið fyrir tegund ráðningar var að birtast á ensku, það hefur verið lagað.

Rafrænar undirritanir - Hægt að uploada .pdf skjali

APPAIL-7155

Nú er hægt að uploada .pdf skjali í rafrænu undirritununum.

Rafrænar undirritanir - Landakóði

APPAIL-7338

Gerð var breyting þannig að nú skiptir ekki máli hvort landakóði er skráður í starfsmannaspjald með +, 00 eða engu forskeyti, í öllum tilvikum skilar skjalið sín til starfsmanns í undirritun.

Launasamþykkt á vef - Greidd stöðugildi = 0

APPAIL-6602

Ef að laun innihéldu ekkert stöðugildi á launalið 9700 þá var samþykkjandi ekki að fá upp flísin á vefnum. Og ef hann valdi “Sjá allt” þá fékk hann villu.

Þetta hefur nú verið lagfært og birtist flísin þrátt fyrir að engin sé með skráð stöðugildi í útborgun.

Launasamþykkt á vef - Breyting á birtingu vegna skiptingar á launalið 9001

APPAIL-7214

Gerð var lagfæring á vef þannig að samþykkt launa á vef lesi sama niðurbrot og Kjarna client gerir varðandi skiptingu launaupplýsinga útfrá launalið 9001.

Nú birtast færslur í samþykkt launa á vef með réttum skipulagseiningum og í niðurbroti einungis fjárhæðir sem tilheyra þeim færslum.

Launasamþykkt á vef - Sækja nöfn í EmployeeMaster

APPAIL-7323

Vegna breytingar á virkni aðgangsstýringa þannig að launasamþykkt gefi aðgang útfrá þeirri stöðu sem launin eru skráð á þá þurfti að breyta um þjónustu sem vefurinn sækir í svo að birting nafna verði einnig rétt þar.

Núna er því sama virkni í birtingu nafna í launasamþykkt á vef og í client.

Launaáætlun á vef - Starfsmenn með engar færslur í áætlun ekki að birtast.

APPAIL-7091

Starfsmenn sem voru ekki með neinar launafærslur á sér í áætlun voru ekki að birtast í launaáætlun á vef. Og ef öllum launafærslum var eytt út af starfsmanni í launaáætlun á vef þá datt hann út.

Þetta hefur nú verið lagfært og starfsmenn birtast í launaáætlun á vef þó þeir séu ekki með neinar launafærslur.