Útgáfa 21.7.2

Útgáfudagur 17. mars 2022

Afrita stöðu sem ekki er með starfslýsingu tengda á sig

APPAIL-8567

Ef staða var afrituð þar sem starfslýsing var ekki tengd á stöðuna kom upp villa. Þetta hefur verið lagað.

Viðbætur við tengingu við MyTimePlan

APPAIL-8616

Bætt var við tenginguna við MyTimePlan að núna sé hægt að tengja starfsmenn á skipulagseiningar en ekki stöðu líkt og var áður. Ef óskað er eftir að tengja starfsmenn á skipulagseiningar þarf að senda beiðni á service@origo.is.

Kjarni vefur - Fela rafrænar undirritanir í ráðningarferli

APPAIL-8589

Bætt hefur verið við stillingu að slökkva á meldingu um rafrænar undirritanir í lok ráðningarferils. Ef óskað er eftir að fá þessa stillingu inn skal senda beiðni á service@origo.is

Viðvera - Útfært að fæðingarorlof komi ekki með í bunka

APPAIL-8585

Útfærslu breytt að tímaskráningar fyrir fæðingarorlof komi ekki með í bunka.