Útgáfa 22.2.1

Útgáfudagur var 15. júní 2022

Rafrænar undirritanir - ráðning fram í tímann og fleiri en eitt launamannanúmer

APPAIL-8786

Nýrri virkni var bætt við rafrænar undirritanir þannig að nú er hægt að velja dagsetningu fram í tímann og sækir þá sniðmátið upplýsingar m.v. þann dag. Einnig er hægt að velja á milli launamannanúmera ef starfsmaður er í fleiri en einu starfi á sama tíma en áður var eingöngu miðað við aðallaunamannanúmer starfsmanns og upplýsingar sóttar m.v. það.

Rafrænar undirritanir - val á netfangi

APPAIL-8920

Áður voru rafrænir samningar sendir á vinnunetfang starfsmanns, ef það var skráð, annars á persónulegt netfang. Í einhverjum tilvikum, t.d. í endurráðningu, vilja notendur geta valið um hvaða netfang eigi að senda á og netfangi starfsmanns hefur því nú verið bætt á skjámyndina fyrir rafrænar undirritanir svo notandi geti valið á hvort netfangið senda eigi samninginn á.

MTP tenging

Breytingar voru gerðar á MTP tengingu í tengslum við Device id starfsmanns í MTP.

Afritun launaliðar

Í ljós kom að afritun launaliðar var í ólagi. Þegar launaliður var afritaður þá eyddust reiknar úr flipanum “Reikningur” á spjaldi launaliðar og tvöfölduðust í nýja launaliðnum. Því er mikilvægt að skoða þennan flipa ef einverjir launaliðir hafa verið afritaðir frá síðustu útgáfu.

Tería, mötuneytislausn - smávægilegar breytingar á kiosk

Smávægilegar breytingar voru gerðar í þessari útgáfu tengt kiosk-inu fyrir Teríu

Skattkort fyrir 16 ára starfsmenn

APPAIL-8847

Upp kom að ekki var hægt að stofna skattkort fyrir starfsmenn fyrr en þeir voru orðnir 16 ára, þ.e. verið var að horfa á aldurinn en ekki árið. Þetta hefur verið lagað.

Ráðningar > Auglýsingar - XML fyrir fyrirtæki

APPAIL-8853

Ef viðskiptavinur er með fleiri en eitt fyrirtæki er hægt að birta XML fyrir ákveðið fyrirtæki með því að setja númer fyrirtækis aftast í XML hlekkinn (/[númer fyrirtækis]). Þetta var aftur á móti ekki að virka en hefur verið lagað.

Ráðningar > Ráðningarferli - tilfærsla á takmörkuðum aðgangi og ekki aðgangur að núverandi stöðu

APPAIL-8886

Ef notandi með takmarkaðan aðgang var að gera tilfærslu í Ráðninarferlinu fékk hann upp villu ef hann var ekki með aðgang að stöðunni sem viðkomandi er á í dag. Aftur á móti gat notandinn haldið áfram í ferlinu. Þessi villuskilaboð hafa verið tekin út.

Ráðningar > Ráðningarferli - tilfærsla á takmörkuðum aðgangi og ekki aðgangur að launaupplýsingum

APPAIL-8891

Ef notandi með takmarkaðan aðgang var að gera tilfærslu í Ráðningarferlinu og er ekki með aðgang að launagögnum þá fékk hann upp villu á grunnlaunaspjaldið og gat ekki klárað ráðningarferlið. Þetta hefur verið lagað.