Almennt 24.3.1

Leita að gluggum og aðgerðum

APPAIL-10654

Leitarsvæði hefur verið bætt efst í hægra horn Kjarna þar sem hægt er að leita að öllum svæðum og skýrslum sem eru í hliðarvali Kjarna. Svæðið er auðkennt með stækkunargleri við hliðina á tákninu fyrir reiknivél. Ef slegin er inn texti fer Kjarni strax að koma með tillögur að svæðum. Hægt er ýta á dálka [][][] til að sjá skipunina og flokkinn sem skipunin tilheyrir.

Senda gögn til Intellecta í gegnum vefþjónustur

APPAIL-10251

Útbúin hefur verið vefþjónusta á móti Intellecta svo nú er hægt að villuprófa og senda skýrsluna beint til þeirra. Intellecta útvegar notandanafn og lykilorð fyrir tenginguna.

GDPR eyðingarforrit - breytingar

APPAIL-10453

Búið er að gera breytingar á GDPR eyðingarforritinu (aðgerðin Eyða starfsmannaupplýsingum) en núna er eftirfarandi spjöldum ekki eytt út með því forriti: Grunnlaun, Vinnutími, Fastir launaliðir, Reikniliðir. Einnig var bætt við að núna er eytt út nánasta aðstanda í starfsmannaspjaldinu.