Útgáfa 25.2.2
Dokobit - Nafn og kennitala eiganda skjals í tölvupósti
Núna er hægt að setja nafn og kennitölu eiganda skjalsins í tölvupóstinn sem sendist þegar skjal er sent í rafræna undirritun og tölvupóstinn sem kemur þegar undirritun er lokið. Áður komu þessar upplýsingar bara í tölvupóstinn þegar skjal var sent í rafræna undirritun en ekki þegar undirritun er lokið. Til að bæta þessu við þarf að senda beiðni á service@origo.is
Kjarni vefur - Upplýsingatexti fyrir orlofslista undir Mannauður
Orlofslistarnir undir Mannauður > Orlof birta upplýsingar m.v. síðustu útborgun ólíkt því sem birtist undir Viðverunni, en þeir listar birta raun stöðu. Búið er að bæta við upplýsingatexta í listann undir mannauður þar sem tekið er fram að upplýsingar miðast við síðustu útborgun.
Yfirlit yfir allar beiðnir á Kjarna vef
Núna er hægt að birta yfirlit yfir allar beiðnir á Kjarna vef ár aftur í tímann. Í þessu yfirliti getur notandi þá samþykkt og hafnað beiðnum ef hann hefur aðgang að því og aðgang að þeim starfsmanni sem verið er að taka afstöðu til. Er þetta fyrsta útgáfa af þessu yfirliti og ef óskað er eftir að birta þetta á Kjarna vef þarf að hafa í huga tvær lagfæringar sem gerðar verða í næstu útgáfu. Þær eru að núna getur yfirmaður samþykkt sína eigin beiðni og einnig að beiðnir fyrir hætta starfsmenn birtast í þessu yfirliti.
Breyting á orlofsyfirliti á starfsmannavef
Breytingar hafa verið gerðar á orlofsyfirliti á starfsmannavef. Heitir þetta núna Orlofsyfirlit í stað Orlofsbeiðnayfirlit líkt og það hét áður. Ef samþykktri orlofsbeiðni er eytt af stjórnanda þá eyðist hún líka núna út úr þessu yfirliti. Eins ef samþykktri orlofsbeiðni er breytt þá uppfærist beiðnin í orlofsyfirliti.
Mötuneytislausn - skrá sig inn með kortanúmeri
Hér áður var hægt að skrá sig inn á kortanúmeri í mat. Þessari virkni hefur verið bætt aftur við.
Ráðningar - greinaskil ekki að birtast í auglýsingatexta
Ef greinaskil voru í auglýsingatexta var hann ekki að birtast á umsóknarvef Kjarna. Þetta hefur verið lagað.
Móðurmál og þjóðerni bætt við starfsmannavefþjónustuna
Móðurmál og þjóðerni hefur verið bætt við starfsmannavefþjónustuna.
Kjarni app - hægt að skrá tíma sem spannar tímabil
Í Kjarna appinu var hægt að skrá tíma sem spannaði tímabil án þess að haka í Skrá tímabil. Þetta hefur verið lagað.