Útgáfa 25.1.3
Ráðningar: Óska eftir gögnum - Netfang nánasta aðstandanda
Bætt var við netfangi nánasta aðstandanda þegar óskað er eftir þessum upplýsingum frá umsækjanda.
Mannauður: Listinn Persónuafsláttur
Búið er að hraða á listanum Persónuafsláttur. Einnig var hann settur á réttan stað í hliðarvalmynd skv. stafrófsröð en áður hét þessi listi Skattkort og gleymdist þá að færa hann á réttan stað.
Kjarni vefur: Mannauður > Samanburður - útlitsbreyting
Breytingar voru gerðar á útliti á listanum Samanburður. Einnig var bætt við síu á listann.
Kjarni vefur: Beiðnir - Dagsetningu bætt í tölvupóst fyrir höfnun á beiðni
Þegar beiðni er hafnað fær starfsmaðurinn tölvupóst þess efnis. Búið er að bæta við dagsetningum í þann tölvupóst.
Kjarni vefur: Orlofstékk ekki að virka
Orlofstékk á Kjarna vefnum þegar starfsmaður var að senda inn orlofsbeiðni var ekki að virka. Þetta hefur verið lagað.
Kjarni vefur: Viðvera > Orlof og veikindi
Undir viðverunni, Orlof og veikindi á Kjarna vef er að finna lista yfir veikinda skráningu starfsmanna. Tímabil réttinda var ekki að birtast rétt ef starfsmaður hafði starfað skemur en 1 ár. Þetta hefur verið lagað.
Starfsmannavefur: Beiðni um launalaust leyfi
Ekki var hægt að senda beiðni fyrir launalausu leyfi. Þetta hefur verið lagað.
Virkni í spjaldinu Fastir liðir ef yfirskrifuð upphæð er 0
Ef núll var skráð í yfirskrifaða upphæð í spjaldinu fastir liðir þá var Kjarni að sækja upphæð launaliðar í bunka innlestri. Það hefur nú verið lagfært svo ef yfirskrift er í svæðinu yfirskrifuð upphæð þá breytist sú upphæð ekki við innlestur.
Villuboð í bunkum frá Vinnustund og við innlestur
Villuboð voru að koma á bunkafærslur og við innlestur ef starfsmaður með tvö launamannanúmer var með annað starfið merkt “Í áætlun”. Þetta hefur verið lagfært og nú er horft framhjá launamannanúmerinu sem er í áætlun.
Tenging við MyTimePlan
Ef starfsmenn voru stofnaðir í Kjarna í gegnum vefþjónustu (t.d. frá 50skills) þá var vinnutími og launafjárhæð ekki að skila sér í MyTimePlan, þ.e. það var ekki að stofnast færsla í Employments og Salary base í MyTimePlan. Þetta hefur verið lagað.
Dokobit Universal - Upplýsingum bætt í tölvupóst
Þegar skjöl eru send í rafræna undirritun kemur tölvupóstur þess efnis frá Dokobit (netfang: notifications@dokobit.com). Búið er að bæta við upplýsingum um eiganda skjals og undirritendur af skjalinu í þennan tölvupóst.