/
Kjarni vefur 25.1.1

Kjarni vefur 25.1.1

Launabreytingar - Tölvupóstur við samþykkt sendist á stofnanda launabreytingar

APPAIL-11226

Ef ekki er kveikt á rafrænum undirritunum er hægt að senda tölvupóst þegar launabreyting er stofnuð. Þeirri virkni hefur verið breytt þannig að þegar valið er að senda upplýsingar um samþykki launabreytingar í tölvupósti þá kemur viðtakandasvæðið sjálfgefið tómt og notandinn þarf að velja inn annað hvort stofnanda launabreytingar (stjórnanda), starfsmanninn eða báða.

Dagpeningar - festa skráð form

APPAIL-11227

Útbúið hefur verið nýtt vefgildi sem festir skráðar upplýsingar í dagpeningabeiðnum á Kjarnavef til að auðvelda skráningu þegar verið er að skrá beiðnir á marga starfsmenn í einu útfrá sömu skilyrðum. Vefgildið er Kjarni.Web.PerDiem.DoNotClearForm og til að virkja það er sett true í gildi.

Skýrslur og dálkalistar á Kjarna vef - Lagfæra birtingu á Kostnaðarstöð nr

APPAIL-11194

Í skýrslum og listum á Kjarna vef er hægt að birta kostnaðarstöðvar. Fyrirsögnin sem birtir dálkana er kostnaðarstöð nr en verið var að birta kostnaðarstöð vísir. Þetta hefur nú verið lagfært og undir kostnaðarstöð nr eru að birtast réttar upplýsingar.

Starfsmannaferlar - spjöld lokast ekki í tilfærslu í stuttum ferli

APPAIL-11171

Hægt er að hafa stuttan feril þegar tilfærsla er gerð. Í þeim ferli þá lokast ekki spjöld tengd launum og bankaupplýsingar. Aftur á móti voru þessi spjöld að lokast þegar tilfærslan var gerð í gegnum starfsmannaferlar en ekki ráðningarferli. Þetta hefur verið lagað og er virknin núna eins á báðum stöðum.

Teymið mitt - fela gildi á flís Umsjónarmenn

APPAIL-11163

Núna er í boði að fela gildin Starfsmannafulltrúi, Launafulltrúi og Tímastjóri á flísinni Umsjónarmenn. Ef óskað er eftir því að fela þessi gildi skal senda beiðni á service@origo.is

 

Related content