Viðvera 25.1.1
Tímaskráning - Samþykkja tímabil
Búið er að bæta við virkni að starfsmaður getur samþykkt tímaskráningar sínar fyrir seinasta tímabil. Þessi virkni er í Kjarna appinu. Yfirmaður/Tímastjóri getur síðan séð hvaða starfsmenn hafa samþykkt sitt tímabil á Kjarna vefnum undir Viðvera > Listasýn. Ef óskað er eftir að fá þessa virkni inn skal senda beiðni á service@origo.is
Núverandi orlofsstaða
Orlofsstaða starfsmanns hefur verið birt m.v. síðustu útborgun. Þ.a.l. hefur orlofsstaðan ekki verið uppfærð fyrr en við næstu útborgun. Núna hefur verið gerð sú breyting að ef viðveruhluti Kjarna er notaður þá uppfærist staðan um leið og orlof er skráð í tímaskráningu. Þannig getur starfsmaðurinn séð núverandi stöðu strax.
Nýir listar undir viðveru
Búið er að bæta við nýjum listum undir viðveru á Kjarna vef, Orlof og veikindi. Þarna er hægt að sjá listana Orlofsstaða, Orlofsyfirlit og Samþykkt orlof sem einnig er hægt að sjá undir Mannauður > Orlof. Einnig er búið að bæta við tveimur nýjum listum Veikindi og Veikindi barna þar sem hægt er að sjá veikindastöðu starfsmanns og þær skráningar sem hafa verið gerðar í viðveruna. Allir þessir listar sýna núverandi stöðu m.v. tímaskráningu í viðveru.