Mannauður 18.5.1
Melding við stofnun starfsmanns þegar engin staða er valin
Meldingin sem kom upp ef engin staða var valin í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis þegar starfsmaður er stofnaður í gegnum ferlið Stofna starfsmanns var ekki nægilega skýr. Það hefur nú verið bætt svo augljóst sé að velja þarf stöðu til þess að geta haldið áfram með ferlið.
Orlofsflokkur í flýtiráðningu
Í flýtiráðningu komu vísis númer orlofsflokka inn sem númer orlofsflokks, þetta hefur nú verið lagað þannig að réttur orlofsflokkur skili sér inn í orlofsspjaldið.
Launarammi á stöður
Hægt er að tengja launaramma á stöður, upphæð frá og upphæð til. Sjá nánar í handbók Jafnlaunavottun - Launarammi
Starfslýsing á stöður
Nú er hægt að tengja starfslýsingar á stöður beint frá viðkomandi stöðu, sjá nánár hér.
Staða stofnuð í gegnum .Select lista fyrir stöður
Það kom upp villa þegar ný staða var stofnuð í gegnum .Select lista fyrir stöður. Þetta hefur nú verið lagað.
Breytingar á skjámynd og lista fyrir stöður
Efirfarandi breytingar hafa verið gerðar á skjámynd fyrir stöður, m.a. í tengslum við jafnlaunavottun. Þessi nýju svæði eru nú líka aðgengileg í listanum Stöður í hliðarvalmynd undir Kjarni > Stofnskrár.
- Hægt að skrá viðmið beint á stöður í flipanum Jafnlaunavottun - viðmið
- Heildarstigafjöldi sem skráður er í flipann Jafnlaunavottun - viðmið birtist í nýja svæðinu Viðmið heildarstig
- Svæðinu Logib heildarstig hefur verið bætt við skjámyndina og sýnir svæðið heildarstigafjölda sem skráður er í flipann Jafnlaunavottun - Logib
- Svæðinu Stigatala úr starfsmati hefur verið bætt við skjámyndina svo hægt sé að skrá þarna inn heildarstigatölu starfs úr starfsmati sveitafélaga
- Svæðinu Launarammi hefur einnig verið bætt við. Launarammar eru stofnaðir, Kjarni > Stofnskrár > Jafnlaunavottun - Launarammi, og þarna tengdir á viðkomandi stöðu
- Uppröðun svæða hefur verið breytt til þess að tengd svæði birtist saman
Heimilisfang á skipulagseiningar
Nú er hægt að skrá heimilisfang, póstnúmer og stað á skipulagseiningar, Kjarni > Stofnskrár > Skipulagseiningar. Áfram er hægt að skrá staðsetningu eins og áður var. Þessi nýju svæði Skipulagseining heimilisfang, Skipulagseining póstnúmer og Skipulagseinig póstfang eru aðgengileg á starfsmanni í listanum Tenging innan fyrirtækis.
Villa þegar barn var skráð í starfsmannaspjaldinu
Villa var að koma þegar barn var skráð í starfsmannaspjaldinu. Þetta hefur verið lagað.
Áminningar fyrir spjöldin Hlutir í láni, Hæfni og Til minnis
Sjálfvirku áminningarnar er nú líka hægt að stilla fyrir spjöldin Hlutir í láni, Hæfni og Til minnis. Endilega sendið póst á service@origo.is ef aðstoð óskast við uppsetningu en sjá einnig leiðbeiningar fyrir áminningar hér.