Draugafærslur í launum
Spurning:
Þegar ég keyri villulistann fyrir launaútborgun þá fæ ég athugasemd á starfsmann sem er hættur störfum hjá okkur. En þegar ég fer inn í launaskráninguna þá sé ég ekki þessar færslur. Hvað er að gerast?
Svar:
Það getur komið fyrir að það sé búið að lesa færslur inn í útborgun áður en grunnlaunaspjaldi starfsmanns er lokað, ýmist úr tímaskráningakerfi eða föstum liðum.
Færslurnar eru áfram inni í launaskráningunni, en þú sérð ekki starfsmanninn í starfsmannatrénu þar sem búið er að rjúfa tengslin á milli starfsmanns og launaútborgunar.
Til þess að sjá þessar færslur í launaskráningu , þá þarf að enduropna grunnlaunaspjaldið, best er að breyta dagsetningunni í Gildir til, skrá þar 9999, ef viðkomandi á að fá launin greidd.
Athugið að Grunnlaunaspjald verður undantekningalaust að vera í gildi á launatímabilinu til þess að starfsmenn komi fram í útborgun.
Ef starfsmaður á ekki að fá launin greidd sem búið er að skrá er best að fara í flýtiskráningu launa og eyða launafærslunum þar. Flýtiskráning