Flýtiskráning

Aðgerð í Hliðarvalmynd Kjarni/Laun/aðgerðir/Flýtiskráning

Almennt

 

Almennt

 

 

 

 

Flýtiskráning

Hægt er að velja úr hvaða útborgun á að sækja launafærslur. Með því að setja hak við  "Lesa eldri launafærslur” koma skráðar færslur úr valdri útborgun, ef ekki er valin útborgun opnast skjámyndin auð og er tilbúin til skráningar. Aðeins er hægt að sækja fyrir eina útborgun. 

Hægt er að sía í dálkum á sama hátt og gert er í launaskráningu. Neðst í skjámynd má sjá ef búið er að undanskilja einhverja launaliði.

Notið hnappana til að vista og eyða færslu

 

Þegar unnið er í þessari skráningarmynd er hægt að velja í stillingum hvernig bendill á að flytjast milli dálka þegar smellt er á enter

 

Í þessu dæmi flyst bendill úr

Launamaður nr.   →   launalið→  Gr.eining  →  Upphæð    

Hægt er að bæta við númeri launaliðar í sjálfgefið svæði ef skrá á margar færslur á sama launalið.

Ef skráningartré launanna er opið er hægt að velja úr því inn í skráninguna með því að smella á nafnið og draga það inn í skráningarmyndina.


Greining

 

Yfirlit yfir allar skráðar færslur í útborgun sem var sótt.

 

 

Notað til að velja inn og út dálka í skjámynd.

 

Hægt er að velja inn mismunandi dálka og geyma það útlit.  Velja þarf hvar á að vista uppsetninguna og hvað hún á að heita. Í þessu dæmi er uppsetningin sem heitir "Upphaflegt útlit" sem er eins og skjámyndin hér að neðan

 

 

Til að sækja annað útlit af uppsetningu skráningarmyndar í þessu dæmi er valið "Almenn skráning"  hér er t.d. búið að taka út nokkra dálka.

 

 

Þegar færslum er breytt í skjámyndinni merkjast þær sem breyttar. 

Til að geyma færslur sem búið er að breyta í flýtiskráningarmyndinni  er smellt á “Geyma færslur” eða “Geyma og reikna færslur”  og merkjast þá þær færslur sem breyttar.

Færslur eru þá komnar inn í skráningarmynd launa eins og þeim var breytt.  

 

Til að skoða meðaltal eininga og samtals í viðkomandi útborgun. Í þessu dæmi er bara verið að skoða launaliðinn 1000

 

 

Til að nota þetta er flýtiskráning opnuð án þess að velja að “Lesa eldri launafærslur” til að fá auða skjámynd, en hafa þarf númer þeirrar útborgunar sem færslur eiga að fara í.

Úr excelskjali er hægt að líma inn færslur en fyrirsagnir í hverjum dálki excelsskjals fyrir sig eiga að vera eins og í skráningarmyndinni. Það verður að vera inni Launamaður nr.  eða Kennitala í skjalinu.

Hér má sjá færslur sem eru afritaðar úr excelskjali

Færslurnar er valdar smellt á Ctrl -C eins og eigi að copera þær svo er smellt á  "Líma frá excel. Athugasemd kemur ef verið er að skrá á launamenn sem ekki eru í útborguninni og þarf að bregðast við því. Velja svo “Geyma færslur” eða “Geyma og reikna”.   Gott að skoða dálkinn "Staða"

Svona líta færslurnar út í flýtiskráningunni þegar búið er að líma frá excel

Gott er að stækka gluggann til að auðvelda vinnu í skjámyndinni  

Ef eyða á öllum færslum út úr skráningarmynd:  Ctrl+A og eyða hnappinn 

Hægt er að búa til innlestrarskjal með fyrirsögnunum, velja dálka sem lesa má inn í,  skrá inn eina línu,   Ctrl+A  →  Ctrl+C  og líma svo í excelskjal.

 

 

Yfirskrifa heiti launaliðar í skráningu launa

 

Yfirskrifa heiti launaliðar í skráningu launa

 

 

Hægt er að yfirskrifa heiti launaliðar til þess að útskýra/skilgreina nánar hvað er átt við.

Hægt er að nota flýtiskráninguna til að yfirskrifa og er mælt með því ef um marga einstaklinga er að ræða.

Þá er farið í Laun>Flýtiskráning

Sækja færslur

Slá inn launaliðinn sem óskað er eftir að yfirskrifa

Haka í “Sækja skráðar færslur”

Áfram

 

Næst þarf að fara í “Velja dálka” og velja inn svæðið “Yfirskrifa heiti“ og draga það inn í skráninguna. Þá er hægt að senda flýtiskráninguna í excel til að vinna betur með hana.

 

Þegar flýtiskráningin er komin yfir í excel þarf að byrja á að eyða efsta og neðsta reitnum í skjalinu.

 

Eyða út þeim dálkum sem skipta ekki máli og skrifa inn yfirskrifaða heitið.

Velja allt og heiti dálkanna með (Ctrl+A) og copy (Ctrl+C)

 

 

Fara í flýtiskráninguna og eyða færslunum sem voru þar og velja “Líma frá excel”

 

Geyma og reikna.

 

Breyta gr.einingu launaliðar

 

Breyta gr.einingu launaliðar

 

 

Hægt er að breyta gr.einingu launaliðar, eins og td. þegar uppbætur er greiddar

Hægt er að nota flýtiskráninguna til að yfirskrifa og er mælt með því ef um marga einstaklinga er að ræða.

Byrjað er á að fara í “Sækja færslur”

Í valskjá þarf að slá inn launaliðinn sem óskað er eftir að breyta.

Haka í “Sækja skráðar færslur”

Áfram

 

Hægt er að breyta Gr.einingu með því að skrá inn nýtt hlutfall. Farið í Geyma og reikna og þá uppfærist skráningin í skráningu launa.