Fastir liðir - hækka upphæðir
|
Kallar á valskjá þar sem hægt er að velja um samning og/eða launalið sem skráðir eru í föstum liðum og val um að hækka um prósentu eða krónutölu frá ákveðinni dagsetningu. Einnig er val um hvort eldri færslur séu yfirskrifaðar eða nýjum bætt við. Valglugginn virkar sem hér segir: Hægt er að velja um fyrirtæki, samning, launalið og ráðningarmerkingu. Ef ekkert er valið, þá virkar hækkun á alla launaliði sem eru skráðir inn í fasta liði með krónutölu. Skrá þarf inn Frá dag hækkunar. Gildið er prósentan ef hlutfallsækkun eða krónutalan ef hakað er við krónuhækkun í Tegund. Hámark: Sú tala sem skráð er hér (ef við á) verður hæsta talan sem til verður við hækkun, hvað sem skráð prósenta gefur mikla hækkun. Athugið að ef einhver tala er hærri í föstum liðum áður en aðgerð er keyrð, þá verður hún lækkuð niður í þessa tölu. Lágmark: Sú tala sem skráð er hér (ef við á) verður lægsta talan sem til verður við hækkun, hvað sem skráð prósenta gefur litla hækkun. Hægt er að haka við Hækkun gerð í heilum krónum ef ekki á að bjóða upp á aura í upphæðum. Athugið að hækkun er framkvæmd í tveimur skrefum, fyrst er fyllt út í valská og tillögur birtast í lista. Hnappurinn Framkvæma kallar á glugga sem sýnir tillögu að hækkun. |
Hækkun framkvæmd |
---|
|
Þessi listi er tillaga að hækkun.
|