Fastir launaliðir

Í þessu spjaldi eru upplýsingar um fastar forsendur starfsmanns til launa sem hann fær greidda í hverri útborgun. Áður en hægt er að skrá í þetta spjald þarf að vera búið að setja upp alla launaliði í kerfinu.

Að öllu jöfnu þarf aðeins á skrá inn númer launaliðar og einingar eða tíma. En einnig er boðið upp á ýmsa möguleika á að yfirskrifa föst gildi starfsmanns, sjá upplýsingar um þá möguleika hér á eftir.
Í spjaldinu eru þrír flipar :

  • Almennt sem inniheldur upplýsingar um launaliðinn,
  • Skipurit þar sem hægt er að skrá yfirskrift á launaliði og
  • Reikningur


Ef ekki á að nota launaupphæð viðkomandi starfsmanns til útreiknings á föstum launalið er notað svæðið „samningur" til að setja inn frekari upplýsingar. Þar er hægt að sækja upphæðir úr öðrum launatöflum eða launaflokki heldur en þeim sem skráður er á grunnlaunaspjaldi starfsmanns. Dæmi: Starfsmaður á að fá greidda 10 fasta yfirvinnutíma í hverri útborgun á taxta undirmanns síns. Í launaliðadálkinn er þá valinn launaliðurinn yfirvinna, grunneiningin er 10 og í Yfirskrift - Samningur eru settar inn upplýsingar um samning, launaflokk og þrep undirmannsins.
Ef að fastur launaliður á ekki að fylgja tímabili starfsmanns (fyrirfram, eftir á) þá er hægt að yfirskrifa tímabilið neðst í spjaldinu.

Athugið! ef Greiðsluform launaliðar er yfirskrifað, þá hefur það áhrif á staðgreiðslureikning af þeim launalið. Almennt reiknast staðgreiðslan á skilagreinamánuð starfsmanns, en ef greiðsluform launaliðar er yfirskrifað í annað en hjá starfsmanni, þá koma færslur á bæði tímabilin í staðgreiðslureikningi, bæði fyrirfram tímabil og eftirá tímabil.

Athugið! að ef það þarf að yfirskrifa launaflokk eða þrep - þá verður líka að handskrá inn samninginn, þó svo að það sé mögulega sami samningur og skráður er í grunnlaunaspjaldið. Þetta þarf að gera til að innlestur og ávinnslur/skuldbindingar taki einnig tillit til yfirskriftar á launaflokki eða þrepi.

Þeir launaliðir sem skráðir eru hér eru sóttir með einni skipun þegar launavinnsla hefst.

Ath! ef starfsmaður fer í launalaust leyfi en á að safna orlofstímum eða réttindum til uppbóta, er lokað á föstu launaliðina hans og þeir skráðir á nýjum dagsetningum og merktir sækja í Skuldbindingu. Þá helst skuldbinding starfsmanns áfram inni til bókunar mánaðarlega

Hækka fasta launaliði

Í hliðarvali : Kjarni > Laun > Aðgerðir er aðgerðin Fastir liðir hækka upphæðir

Þessi aðgerð er notuð til að hækka þær upphæðir sem hafa verið handskráðar í spjöld starfsmanna "Fastir liðir"

Athugið að hækkun er framkvæmd í tveimur skrefum, fyrst er fyllt út í valská og tillögur birtast í lista. Vista þarf þennan lista til þess að hækka upphæðir.

Valglugginn virkar sem hér segir:

Hægt er að velja um fyrirtæki, samning, launaflokk og ráðningarsamning. Ef ekkert er valið, þá virkar hækkun á alla launaliði sem eru skráðir inn í fasta liði með krónutölu.

Skrá þarf inn Frá dag hækkunar.

Gildið er prósentan ef hlutfallsækkun eða krónutalan ef hakað er við krónuhækkun í Tegund.

Hámark: Sú tala sem skráð er hér (ef við á) verður hæsta talan sem til verður við hækkun, hvað sem skráð prósenta gefur mikla hækkun. Athugið að ef einhver tala er hærri í föstum liðum áður en aðgerð er keyrð, þá verður hún lækkuð niður í þessa tölu.

Lágmark: Sú tala sem skráð er hér (ef við á) verður lægsta talan sem til verður við hækkun, hvað sem skráð prósenta gefur litla hækkun.

Hægt er að haka við Hækkun gerð í heilum krónum ef ekki á að bjóða upp á aura í upphæðum.

Hnappurinn Framkvæma kallar á glugga sem sýnir tillögu að hækkun.

Ef ekki á að hækka alla sem upp koma þá er ekki hakað við þá. Aðeins þeir sem hakað er við fá hækkun.

Hækkun er síðan framkvæmd með  því að smella á aðgerðarhjólið í tækjaslánni.

Athugið að þessi listi er TILLAGA að hækkun. Haka þarf við þá sem eiga að fá hækkun og vista með því að smella á aðgerðarhjólið.