Fastir launaliðir
|
|
---|---|
| Í þessu spjaldi eru upplýsingar um fastar forsendur starfsmanns til launa sem hann fær greidda í hverri útborgun. Áður en hægt er að skrá í þetta spjald þarf að vera búið að setja upp alla launaliði í kerfinu.
Að öllu jöfnu þarf aðeins að skrá inn númer launaliðar og einingar eða tíma. En einnig er boðið upp á ýmsa möguleika á að yfirskrifa föst gildi starfsmanns, sjá upplýsingar um þá möguleika hér á eftir.
|
| Með því að ýta á punktana þrjá hjá Launaliður nr. opnast listi yfir þá launaliði sem eru í kerfinu. Einnig er hægt að slá inn númer launaliðar. |
Til að skoða forsendur útreiknings launaliðar er hægt að halda niðri Ctrl hnappinum og smella á punktana þrjá við númer launaliðarins, þá opnast spjald viðkomandi launaliðar. Sjá nánar hér um launaliði.
| |
| Ef launaliður er stillir þannig að hann eigi ekki að sækja upphæði í launatöflu, þá er upphæðin slegin inn í svæðið Yfirskrifa upphæð, en það svæði er einnig notað ef yfirskrifa á upphæðir úr launatöflu |
| Ef ekki á að nota launaupphæð viðkomandi starfsmanns til útreiknings á föstum launalið er notað svæðið „samningur" til að setja inn frekari upplýsingar. Þar er hægt að sækja upphæðir úr öðrum launatöflum eða launaflokki heldur en þeim sem skráður er á grunnlaunaspjaldi starfsmanns. Dæmi: Starfsmaður á að fá greidda 10 fasta yfirvinnutíma í hverri útborgun á taxta undirmanns síns. Í launaliðadálkinn er þá valinn launaliðurinn yfirvinna, grunneiningin er 10 og í Yfirskrift - Samningur eru settar inn upplýsingar um samning, launaflokk og þrep undirmannsins. |
| Athugið! ef Greiðsluform launaliðar er yfirskrifað, þá hefur það áhrif á staðgreiðslureikning af þeim launalið. Almennt reiknast staðgreiðslan á skilagreinamánuð starfsmanns, en ef greiðsluform launaliðar er yfirskrifað í annað en hjá starfsmanni, þá koma færslur á bæði tímabilin í staðgreiðslureikningi, bæði fyrirfram tímabil og eftirá tímabil. Athugið! að ef það þarf að yfirskrifa launaflokk eða þrep - þá verður líka að handskrá inn samninginn, þó svo að það sé mögulega sami samningur og skráður er í grunnlaunaspjaldið. Þetta þarf að gera til að innlestur og ávinnslur/skuldbindingar taki einnig tillit til yfirskriftar á launaflokki eða þrepi.
|
| Þeir launaliðir sem skráðir eru hér eru sóttir með einni skipun þegar launavinnsla hefst. |
| Ath! ef starfsmaður fer í launalaust leyfi en á að safna orlofstímum eða réttindum til uppbóta, er lokað á föstu launaliðina hans og þeir skráðir á nýjum dagsetningum og merktir sækja í Skuldbindingu. Þá helst skuldbinding starfsmanns áfram inni til bókunar mánaðarlega.
Hægt er að hækka fasta liði í spjöldum með aðgerð. Sjá nánar hér. |