Orlof
|
|
---|---|
| Í orlofsspjaldið er skráður orlofsflokkur oftast 24 til 30 dagar og svo reikniregla orlofs t.d „dagvinnu safnað rest í greitt“ þá safnar launamaður orlofstímum fyrir alla dagvinnu en fær greiddar orlofskrónur á yfirvinnu. Áður en hægt er að skrá inn í spjaldið þarf að vera búið að stofna orlofsflokkana í kerfinu |
| ReiknireglaOrlofsupplýsingar eru vistaðar niður á launamann þar sem starfsaldur hans í viðkomandi starfi getur haft áhrif á orlofsflokk hans. Þannig getur starfsmaður verið með mismunandi orlofsprósentu í mismunandi störfum sem launamaður. Orlofsflokkar eru settir inn í stofnskránni Orlofsflokkar.
|
| OrlofsflokkurOrlofsflokkar geta verið mismunandi eftir kjarasamningum, starfsgreinum og aldri starfsmanna. Hægt er að skrá orlofsflokkinn beint inn. Hægt er að sjá orlofsflokkana sem til eru hjá fyrirtækinu með því að ýta á svæðið Orlofsflokkur |
| Með því að ýta á Orlofsflokkur opnast gluggi þar sem þarf að velja Stofna/Breyta/Eyða hjá viðkomandi fyrirtæki. |
| Hér er yfirlit yfir orlofsflokkana sem til eru hjá fyrirtækinu Bergþórshvoli. |
| YfirskrifaHægt er að yfirskrifa orlofsflokkinn með því að skrá inn dagafjölda hér. Þá reiknast orlofsfé útfrá völdum orlofsflokki en uppsafnaðir orlofsdagar taka mið af þessari skráningu. |
| Ef gleymst hefur að hækka orlofsflokk þá er hægt að endurreikna orlofstíma í lokuðum útborgunum. Sjá leiðbeiningar Endurreikna orlofstíma |