Launaframtal

Ekki er lengur krafa frá RSK að launagreiðendur sendi þeim launaframtal en hins vegar kalla endurskoðendur oft eftir slíkri skýrslu.

Hún er aðgengileg í hliðarvali: Kjarni>Laun>Launaframtal.

 

Ekki ætti að skrá neitt inn í mánuð eða útborgun þegar skýrslan er tekin út, aðeins númer fyrirtækis og ártal.

Svæðin mánuðir og útborgun eru ætluð til auðveldunar á afstemmingu launaframtals.

Sjáfgefið er hakað í Villuprófun en sú aðgerð skoðar eftirfarandi:

  • Hvort launaliðir sem eru með reikni 500 fyrir tryggingagjald séu merktir í launamiðareiti.

  • Hvort launaliðir sem ekki eru með reikni 500 séu ranglega merktir á launamiðareiti.