Gátlista er hægt að nýta fyrir t.d. móttöku nýliða, tilfærslu í starfi, starfslok og fleira. Þegar nýr starfsmaður er stofnaður í Kjarna, færður til í starfi eða merktur hættur þá er hægt að tengja gátlista á starfsmanninn. Í gátlistanum er listi yfir atriði sem þarf að framkvæma í hverju tilviki fyrir sig. Þessi verkefni geta skiptst á milli mismunandi deilda, t.d. mannauðs og tölvudeildar.
Gátlistana er að finna í hliðarvalmynd á Kjarna vefnum en þar undir eru þrír valmöguleikar - Stofna gátlistasniðmát, Gátlistasniðmát og Tengdir gátlistar.
Stofna gátlistasniðmát
Byrjað er á því að stofna gátlistasniðmát. Gátlistanum er gefið nafn, skráður yfirflokkur (ef við á) og síðan þær spurningar eða atriði sem þarf að afgreiða.
Athugið að einungis er hægt að vera með tékkbox spurningar.
Gátlistasniðmát
Hægt er að skoða og afrita gátlistasniðmát. Einnig er hægt að breyta og eyða gátlistasniðmáti sem ekki er búið að svara. Ef búið er að tengja gátlistasniðmát á starfsmann og svara því er ekki hægt að breyta því né eyða.
Ef Gátlistasniðmát er afritað þarf nýja sniðmátið að bera annað heiti þar sem tvö sniðmát geta ekki heitið það sama.
Hér er líka hægt að tengja gátlista á starfsmann, sjá nánar neðar.
Tengdir gátlistar
Gátlistar eru tengdir á starfsmenn með því að velja Tengja gátlista á starfsmann. Gátlistasniðmát er valið inn og starfsmaður. Yfirmaður fyllist sjálfkrafa út og kemur netfangið hans í reitinn Netföng sem á að senda áminningu. Þar er kemur líka inn netfang sem kemur úr Stillingar > Gildi og er hægt að velja inn annað netfang eða taka út netföng. Valin er svo lokadagur. Þegar valið er Vista fá þau netföng sem voru í reitnum Netföng sem á að senda áminningu tölvupóst með hlekk á gátlistann.
Í listanum Tengdir gátlistar er hægt að breyta gátlista og senda áminningu um að svara gátlista. Hægt er að eyða út gátlista sem ekki hefur verið svarað. Þegar búið er að svara gátlista er ekki hægt að eyða honum.
Þegar byrjað er að svara gátlista þá fær hann stöðuna Í vinnslu. Þegar búið er að haka í allt á gátlistanum fær hann stöðuna Lokið og flyst yfir í neðri listann Lokið.