Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 2 Next »

Farið er í Ráðningar > Auglýsingar og úrvinnsla og smellt á Ný auglýsing

image-20241025-132457.png

Stofnun auglýsingar er í sex skrefum; Grunnupplýsingar, Auglýsingatexti, Auglýsingatexti enska (valkvætt), Spurningar, Aukaspurningar (valkvætt) og Yfirlit

image-20241025-133258.png

Í skrefi 1 eru fylltar út grunnupplýsingar um auglýsinguna:

  • Birtingardagur; upphafsdagur auglýsingar

  • Umsóknarfrestur; lokadagur auglýsingar

  • Tengiliður; nafn og/eða netfang þess aðila sem hefur umsjón með auglýsingunni

  • Aðgangur; hægt að velja inn þá aðila sem eiga að hafa aðgang að auglýsingunni (t.d. þann stjórnanda sem staðan heyrir undir).

  • Samstarfsaðili; t.d. ráðningarþjónusta (ef við á)

  • Fyrirtæki; ef fleiri en eitt innan samstæðu

  • Flokkun auglýsingar; möguleiki að að hafa mismunandi flokka á auglýsingum (ef við á)

  • Staðfestingarbréf; hægt að velja inn það bréf sem sendist á umsækjanda um leið og hann hefur sent inn umsókn. Hér kemur upp það bréf sem er valið sem sjálfvalið gildi í stillingu í kerfinu er hægt er að yfirskrifa það með því að velja annað bréf úr listanum.

  • Tegund starfs; hægt að velja úr fellilista á milli; Fullt starf, Hlutastarf, Tímabundið starf, Framtíðarstarf, Sumarstarf eða Afleysing.

  • Tengja skjöl á auglýsingu; Ef þörf er á að geyma upplýsingar er varðar auglýsinguna þá er hægt að hengja skjal við. Þetta skjal birtist ekki umsækjendum heldur eingöngu þeim sem vinna með auglýsingarnar.

  • Hægt að velja hvort auglýsingin eigi að birtast á ytri eða innri vef, eða bæði

 

  • No labels