Farið er í Ráðningar > Auglýsingar og úrvinnsla og smellt á Ný auglýsing
Stofnun auglýsingar er í sex skrefum; Grunnupplýsingar, Auglýsingatexti, Auglýsingatexti enska (valkvætt), Spurningar, Aukaspurningar (valkvætt) og Yfirlit
Í skrefi 1 eru fylltar út grunnupplýsingar um auglýsinguna:
Birtingardagur; upphafsdagur auglýsingar
Umsóknarfrestur; lokadagur auglýsingar
Tengiliður; nafn og/eða netfang þess aðila sem hefur umsjón með auglýsingunni
Aðgangur; hægt að velja inn þá aðila sem eiga að hafa aðgang að auglýsingunni (t.d. þann stjórnanda sem staðan heyrir undir).
Samstarfsaðili; t.d. ráðningarþjónusta (ef við á)
Fyrirtæki; ef fleiri en eitt innan samstæðu
Flokkun auglýsingar; möguleiki að að hafa mismunandi flokka á auglýsingum (ef við á)
Staðfestingarbréf; hægt að velja inn það bréf sem sendist á umsækjanda um leið og hann hefur sent inn umsókn. Hér kemur upp það bréf sem er valið sem sjálfvalið gildi í stillingu í kerfinu er hægt er að yfirskrifa það með því að velja annað bréf úr listanum.
Tegund starfs; hægt að velja úr fellilista á milli; Fullt starf, Hlutastarf, Tímabundið starf, Framtíðarstarf, Sumarstarf eða Afleysing.
Tengja skjöl á auglýsingu; Ef þörf er á að geyma upplýsingar er varðar auglýsinguna þá er hægt að hengja skjal við. Þetta skjal birtist ekki umsækjendum heldur eingöngu þeim sem vinna með auglýsingarnar.
Hægt að velja hvort auglýsingin eigi að birtast á ytri eða innri vef, eða bæði