Gátlista er hægt að nýta fyrir t.d. móttöku nýliða, tilfærslu í starfi, starfslok og fleira. Þegar nýr starfsmaður er stofnaður í Kjarna, færður til eða merktur hættur þá er hægt að tengja gátlista á starfsmanninn. Í gátlistanum er listi yfir atriði sem þarf að framkvæma við þennan viðburð. Þessi verkefni geta skiptst á milli mismunandi deilda, t.d. mannauðs og tölvudeildar.
Gátlistana er að finna í hliðarvalmynd á Kjarna vefnum en þar undir eru þrír valmöguleikar - Stofna gátlistasniðmát, Gátlistasniðmát og Tengdir gátlistar.
Stofna gátlistasniðmát
Byrjað er á því að stofna gátlistasniðmát. Gátlistanum er gefið nafn, skráður yfirflokkur (ef við á) og síðan þær spurningar eða atriði sem þarf að afgreiða.
Athugið að einungis er hægt að vera með tjékkbox spurningar.
Gátlistasniðmát
Hægt er að skoða og afrita gátlistasniðmát. Einnig er hægt að breyta og eyða gátlistasniðmáti sem ekki er búið að svara. Ef búið er að tengja gátlistasniðmát á starfsmann og svara því er ekki hægt að breyta því né eyða. Ef Gátlistasniðmát er afritað þarf nýja sniðmátið að bera annað heiti þar sem tvö sniðmát geta ekki heitið það sama.
Hér er líka hægt að tengja gátlista á starfsmann, sjá nánar neðar.