Hægt er að láta kerfið senda út sjálfvirkar áminningar vegna ýmissa þátta. Áminningar eru settar upp undir Stofnskrár → Áminningar.
Hér fyrir neðan eru dæmi um nokkrar algengar áminningar í Kjarna. Notendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa Origo ef setja á upp aðrar áminningar en þær sem eru listaðar hér fyrir neðan til að tryggja að þær séu rétt stilltar.
Þegar áminningarnar hafa verið stilltar þá þarf að setja upp sjálfvirka keyrslu sem sendir áminningarnar sjálfkrafa út. Hafa þarf samband við ráðgjafa Origo sem setja upp þessa sjálfvirku keyrslu.
Viltu breyta áminningu?
Ef breyta á áminningu sem er til í kerfinu þarf að velja línuna og velja Breyta í tækjaslá. Ekki er hægt að tvísmella á línuna til að komast í breytingarham.
Grunnstillingar | |
---|---|
Áminningar eru settar upp undir Kjarni → Stofnskrár → Áminningar. Þegar áminning er stofnuð þarf að fylla út í meðfylgjandi spjald. Hér eru upplýsingar um hvernig finna má tækniheiti spjalda. Spjald: Tækniheiti þess spjalds sem sækja á upplýsingar úr. Svæði: Tækniheiti þess svæðis sem sækja á upplýsingar úr. Gildi: Tækniheiti þess gildis sem á að triggera áminningu. Dagsetningarsvæði: Tækniheiti þess dagsetningarsvæðis sem á að miða sendingu áminningar við. Fjöldi daga: Hversu mörgum dögum fyrir dagsetninguna (sem er skráð í dagsetningarsvæðið) á að senda út áminninguna. Síðan er hakað við hverjir eiga að fá áminninguna. Athugið að til að tölvupóstur sendist á viðkomandi aðila þurfa þeir að vera skráðir í spjaldið Tenging innan fyrirtækis í flipanum Umsjónarmenn fyrir þann starfsmann sem áminningin á að sendast fyrir. Aðrir: Hægt er að setja inn netföng hjá öðrum en ofangreindum í línuna aðrir. Ef setja á inn fleiri en eitt netfang þarf að hafa kommu á milli þeirra. Email: Ef senda á áminninguna út sem e-mail þarf að setja hak hér og velja hvaða template á að nota við útsendinguna. Email template-ið er búið til undir Kjarni → Stofnskrár → Bréf. Lýsing: Lýsing á áminningunni (dæmi: Lok starfslokasamnings) |
Endurkoma úr leyfi | |
---|---|
Spjald: Tenging innan fyrirtækis (EmployeeDetailOrg) Svæði: Ráðningarmerking (EmployeeStatus) Gildi: Í leyfi (Leave) Dagsetningarsvæði: Gildir til (Endda) Fjöldi daga: 15 dagar Lýsing: Endurkoma úr leyfi → Þetta segir okkur að kerfið á að senda áminningu 15 dögum áður en að það kemur endadagsetning á færslu í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis sem er merkt með ráðningarmerkinguna Í leyfi. Áminningin sendist út á starfsmanna- og launafulltrúa. |
Endurkoma úr fæðingarorlofi | |
---|---|
Spjald: Tenging innan fyrirtækis (EmployeeDetailOrg) Svæði: Ráðningarmerking (EmployeeStatus) Gildi: Í fæðingar-/feðraorlofi (ParentalLeave) Dagsetningarsvæði: Gildir til (Endda) Fjöldi daga: 15 dagar Lýsing: Endurkoma úr fæðingarorlofi → Þetta segir okkur að kerfið á að senda áminningu 15 dögum áður en að það kemur endadagsetning á færslu í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis sem er merkt með ráðningarmerkinguna Í fæðingar-/feðraorlofi. Áminningin sendist út á launafulltrúa og á netfangið mannaudur@origo.is |
Lok starfslokasamnings | |
---|---|
Spjald: Tenging innan fyrirtækis (EmployeeDetailOrg) Svæði: Ráðningarmerking (EmployeeStatus) Gildi: Á starfslokasamning (Severance) Dagsetningarsvæði: Gildir til (Endda) Fjöldi daga: 15 dagar Lýsing: Endurkoma úr fæðingarorlofi → Þetta segir okkur að kerfið á að senda áminningu 15 dögum áður en að það kemur endadagsetning á færslu í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis sem er merkt með ráðningarmerkinguna Á stafslokasamning. Áminningin sendist út á launafulltrúa. |
Réttindi | |
---|---|
Spjald: Réttindi (EmployeeMasterCertificate) Svæði: Á ekki við (N/A) Gildi: Nafn viðkomandi réttinda, t.d. Meirapróf Dagsetningasvæði: CertificatePeriodEnda Fjöldi daga: 14 dagar Lýsing: Meirapróf → Þetta segir okkur að kerfið á að senda áminningu 14 dögum áður en réttindin Meirapróf renna út. Áminningin sendist út á starfsmann, yfirmann og starfsmannafulltrúa. Áminningar fyrir réttindi Áminningar fyrir réttindi eru allar settar upp á nákvæmlega sama hátt. Einu tæknilegu stillingarnar sem breytast eftir réttindum eru svæðin Gildi og Lýsing. |
Hættir starfsmenn:
Áminningar eru að sendast út fyrir hætta starfsmenn. Ef það á ekki að senda áminningu fyrir hætta starfsmenn er hægt að bæta við stillingu í Stillingar > Gildi > Reminder.Excluded.EmployeeStatuses og í svæðið Gildi eru talin upp númer þeirra ráðningarmerkinga sem á að undanskilja.
Hér að neðan eru tækniheiti fyrir ráðningarmerkingar og tegundir ráðningar:
Nr. | Ráðningarmerking | Tækniheiti |
---|---|---|
0 | Óskilgreint | None |
1 | Eftirlaun | Retired |
2 | Starfslokasamningur | Severance |
3 | Hættur | Withdrawn |
4 | Fæðingarorlof | ParentalLeave |
5 | Leyfi | Leave |
6 | Í starfi | Active |
7 | Í veikindaleyfi | SickLeave |
8 | Í áætlun | Budget |
Nr. | Tegund ráðningar | Tækniheiti |
---|---|---|
0 | Óskilgreint | None |
1 | Fastráðning | Permanent |
2 | Nemi | Student |
3 | Reynsluráðning | Probation |
4 | Sumarvinna | SummerJob |
5 | Tímabundin ráðning | FixedTerm |
6 | Ytri aðili | External |
7 | Tímavinna | Hourly |
8 | Vinnusamningur | WorkContract |
9 | Stjórnarmaður | BoardMember |