...
Þegar umsækjandi hefur fengið stöðuna Tilbúinn til ráðningar þá birtist nafnið hans í listanum undir Ráðningar í hliðarvalmynd vinstra megin. Í þessum lista birtast nöfn þeirra sem á að ráða. Ef það birtist gulur þríhyrningur fyrir aftan nafnið þá þýðir það að viðkomandi er nú þegar til sem starfsmaður í mannauðskerfi fyrirtækisins og þá þarf að fara inn í mannauðskerfið og virkja starfsmanninn aftur þar (ekki hægt að ráða umsækjandann í gegnum Onboarding ferlið á vefnum). Í þessu sjónarhorni Undir Sýnileg gögn er hægt að velja inn þá dálka sem maður vill birta notandi kýs að hafa sýnilega og í hvaða röðrörð.
...
Í þessu ferli er boðið upp á að óska eftir gögnum beint frá umsækjendum til að auðvelda og einfalda vinnu ráðningaraðilans við stofnun starfsmanns. Þau gögn sem hægt er að óska eftir eru upplýsingar um nánasta aðstanda, stéttarfélag, skattkort, lífeyrissjóð, séreignarsjóð og banka. Hægt er að sleppa einstaka atriðum sem ekki á að óska eftir eða skilyrða þau atriði sem umsækjandi verður að svara. Smellt er á aðgerðina Óska eftir gögnum (sjá mynd hér að ofan) og breytist þá staða ráðningar í Í vinnslu og dagsetningin birtist undir Sent dags.Umsækjandinn fær þá tölvupóst með hlekk sem þarf að opna og fylla út. Umsækjandi fyllir út formið og smellir á Senda.
...