...
Í þessu ferli er boðið upp á að óska eftir gögnum beint frá umsækjendum til að auðvelda og einfalda vinnu ráðningaraðilans við stofnun starfsmanns. Þau gögn sem hægt er að óska eftir eru upplýsingar um nánasta aðstanda, stéttarfélag, skattkort, lífeyrissjóð, séreignarsjóð, banka, mynd og sakavottorð. Mynd og sakavottorð eru viðhengi. Hægt er að sleppa einstaka atriðum sem ekki á að óska eftir eða skilyrða þau atriði sem umsækjandi verður að svara. Smellt er á aðgerðina Óska eftir gögnum (sjá mynd hér að ofan) og breytist þá staða ráðningar í Í vinnslu og dagsetningin birtist undir Sent dags.Umsækjandinn fær þá tölvupóst með hlekk sem þarf að opna og fylla út. Umsækjandi fyllir út formið og smellir á Senda.
...
Umsækjandi fær tölvupóst þar sem hann smellir á hnapp til að opna formið. Ath að það er hægt að breyta þessum texta óski notendur eftir því:
...
Formið sem umsækjandinn fær:
Þegar umsækjandi hefur fyllt út í formið og smellt á Senda breytist staða ráðningar úr Í vinnslu í Svörum skilað. Einnig er hægt að velja Skoða til að sjá þau gögn sem umsækjandinn sendi inn. Smellt er svo á Ráða/Endurráða til að klára Ráðningarferlið.
...