Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

...

Endurreikna/endursækja starfsaldur

Hægt er að keyra aðgerð til að endurreikna starfsaldursviðmið. Þetta gæti t.d. þurft að gera ef stofnuð er ný starfsaldurstegund eða eldri tegund breytt eftir innlestur.

Aðgerðin er framkvæmd í flipanum Aðgerðir í kaflanum Starfsmenn. Þar er valin aðgerðin Endurreikna starfsaldursviðmið. Valskjár býður uppá að endurreikna fyrir einn starfsmann eða alla starfsmenn.

Hægt er að endursækja starfsaldursviðmið ofl. með því að tvísmella í svæðið "Starfsaldur almennur og til launa" í starfsmannaspjaldi ef búið er að setja inn stillingar til útreiknings útfrá stöðugildum þá tekur endurreikningurinn mið af því.

Einnig er þar hægt að fara í endurreikning og sækja starfsaldurslista.

Undir skýrslur er listinn "Starfsaldur" og sýnir hann starfsaldursviðmið fyrir starfsaldur og starfsaldur til launa.  Þessi skýrsla virkar bæði fyrir eldri starfsaldursútfærslu og þá nýju sem reiknar starfsaldur út frá reiknuðum stöðugildum.

Fagaldur

image-20240403-140600.pngImage Added

Hægt er að halda utan um fagaldur starfsmanna í Kjarna

Byrja þarf að að stofna "Tegund starfsaldurs", sjá nánar hér:Tegundir starfsaldurs

Mælt er með því að stofnaðar séu tegundir fyrir hvert stéttarfélag til aðgreiningar ef starfsmenn eru að ávinna sér

fagaldur fyrir fleiri en einn samning.

Til þess að stilla fagaldur á launatöflu þarf að halda niðir Ctrl og smella á ... (Þrjá punkta) fyrir aftan samnings númer.

þá opnast nýr gluggi þar sem fagaldurinn er skráður:.

Ef Fagaldur er skráður á samninginn þá verður tegundin greinileg fyrir aftan nafn samningsins.

Þegar búið er að skrá fagaldurinn á launatöflu mun hann reiknast hjá starfsmanni frá þeim tíma sem hann er skráður á viðkomandi samning í grunnlaunaspjaldi.

Einnig er hægt að skrá meðfluttan fagaldur í starfsladursspjöld starfsmanna

image-20240215-122605.png

Hægt er að taka út skýrslu undir mannauður sem heitir "Starfsaldur fagaldur" 

image-20240215-122816.png

Þessi skýrsla sýnir samtals stöðugildi, starfsaldur og fagaldur.

Hægt er að draga niður Tegund starfaldurs til að sjá hvað er reiknað og hvað er skráð.

...