Farið er í Ráðningar > Auglýsingar og úrvinnsla og smellt á Ný auglýsing
Stofnun auglýsingar er í sex skrefum; Grunnupplýsingar, Auglýsingatexti, Auglýsingatexti enska (valkvætt), Spurningar, Aukaspurningar (valkvætt) og Yfirlit
Í skrefi 1 eru fylltar út grunnupplýsingar um auglýsinguna:
Birtingardagur; upphafsdagur auglýsingar
Umsóknarfrestur; lokadagur auglýsingar
Tengiliður; nafn og/eða netfang þess aðila sem hefur umsjón með auglýsingunni
Aðgangur; hægt að velja inn þá aðila sem eiga að hafa aðgang að auglýsingunni (t.d. þann stjórnanda sem staðan heyrir undir).
Samstarfsaðili; t.d. ráðningarþjónusta (ef við á)
Fyrirtæki; ef fleiri en eitt innan samstæðu
Flokkun auglýsingar; möguleiki að að hafa mismunandi flokka á auglýsingum (ef við á)
Staðfestingarbréf; hægt að velja inn það bréf sem sendist á umsækjanda um leið og hann hefur sent inn umsókn. Hér kemur upp það bréf sem er valið sem sjálfvalið gildi í stillingu í kerfinu er hægt er að yfirskrifa það með því að velja annað bréf úr listanum.
Tegund starfs; hægt að velja úr fellilista á milli; Fullt starf, Hlutastarf, Tímabundið starf, Framtíðarstarf, Sumarstarf eða Afleysing.
Tengja skjöl á auglýsingu; Ef þörf er á að geyma upplýsingar er varða auglýsinguna þá er hægt að hengja skjal við. Þetta skjal birtist ekki umsækjendum heldur eingöngu þeim sem vinna með auglýsingarnar.
Hægt að velja hvort auglýsingin eigi að birtast á ytri eða innri vef, eða bæði
Í skrefi 2 er auglýsingatexti settur inn.
Titill; heiti auglýsingarinnar (skilyrt svæði)
Lýsing; valkvætt að setja inn undirtitil en skilyrt að setja inn lýsingu á starfinu.
Helstu verkefni og ábyrð; hægt að setja inn sem punkta (bullets) með því að smella á Bæta við.
Menntunar- og hæfniskröfur; hægt að setja inn sem punkta (bullets) með því að smella á Bæta við.
Fríðindi; hægt að setja inn sem punkta (bullets) með því að smella á Bæta við.
Lokaorð; hægt að setja inn undirtitil og lýsingu.
Í skrefi 3 er auglýsingatexti settur inn á ensku.
Ef umsækjendur eiga að geta smellt á enska útgáfu af auglýsingunni þá verður að setja enskuna inn í þessu skrefi.
Fyllt er út í sömu upplýsingar og í skrefi 2 nema að þessu sinni eru upplýsingarnar settar inn á ensku.
Í skrefi 4 eru spurningar valdar inn.
Þessar spurningar (spurningahópar) koma með kerfinu og eru mappaðar við svæðin í viðkomandi spjöldum í Kjarna (allt nema meðmæli). Þ.e. ef starfsmaður er ráðinn í gegnum ráðningarferli/onboarding og spurt var um þessi atriði í auglýsingunni þá flytjast þessar upplýsingar í viðkomandi spjöld í Kjarna hjá starfsmanninum.
Persónuupplýsingar; Hægt er að haka við þær spurningar sem eiga að birtast undir persónuupplýsingar í auglýsingunni á umsóknarvefnum og einnig hægt að haka við hvort svörun á spurningu sé valfrjáls eða skilyrð.
Menntun; Hægt er að velja hvort það eigi að spyrja um menntun í auglýsingunni á umsóknarvefnum. Ef birta á spurningar um menntun þá er smellt á hnappinn Sýna þennan flokk (hnappur verður þá blár). Einnig hægt að haka við hvort svörun á spurningu sé valfrjáls eða skilyrð.
Starfsferill; Hægt er að velja hvort það eigi að spyrja um starfsferil í auglýsingunni á umsóknarvefnum. Ef birta á spurningar um starfsferil þá er smellt á hnappinn Sýna þennan flokk (hnappur verður þá blár). Einnig hægt að haka við hvort svörun á spurningu sé valfrjáls eða skilyrð.
Réttindi; Hægt er að velja hvort það eigi að spyrja um réttindi í auglýsingunni á umsóknarvefnum. Ef birta á spurningar um réttindi þá er smellt á hnappinn Sýna þennan flokk (hnappur verður þá blár). Einnig hægt að haka við hvort svörun á spurningu sé valfrjáls eða skilyrð. Ekki er hægt að spyrja um réttindi í auglýsingum nema búið sé að setja upp stofngögn fyrir réttindi í Kjarna. Sjá nánar hér.
Hæfni; Hægt er að velja hvort það eigi að spyrja um hæfni í auglýsingunni á umsóknarvefnum. Ef birta á spurningar um hæfni þá er smellt á hnappinn Sýna þennan flokk (hnappur verður þá blár). Einnig hægt að haka við hvort svörun á spurningu sé valfrjáls eða skilyrð. Ekki er hægt að spyrja um hæfni í auglýsingum nema búið sé að setja upp stofngögn fyrir hæfni í Kjarna. Sjá nánar hér.
Meðmæli; Hægt er að velja hvort það eigi að spyrja um meðmælendur í auglýsingunni á umsóknarvefnum. Ef birta á spurningar um meðmælendur þá er smellt á hnappinn Sýna þennan flokk (hnappur verður þá blár). Einnig hægt að haka við hvort svörun á spurningu sé valfrjáls eða skilyrð.
Viðhengi; Hægt er að velja hvort það eigi að spyrja um viðhengi í auglýsingunni á umsóknarvefnum. Ef birta á spurningar um viðhengi þá er smellt á hnappinn Sýna þennan flokk (hnappur verður þá blár). Einnig hægt að haka við hvort svörun á spurningu sé valfrjáls eða skilyrð. Ekki hægt að bæta við fleiri viðhengjategundum en Ferilskrá, Kynningarbréf, Mynd og Prófskírteini.
Í skrefi 5 eru aukaspurningar valdar inn (Valkvætt)
Hér eru aukaspurningar úr spurningabankanum valdar inn. Einnig er hægt að stofna spurningu í auglýsingargerðinni og vista hana í spurningabankanum.
Ef spurningu er breytt þegar hún er sett á auglýsingu þá skilar sú breyting sér ekki í spurningabankann. Aftur á móti ef valið er svo að Vista spurningu í spurningabanka þá vistast breytingin í spurningabankann.
Í skrefi 6 er hægt að skoða yfirlit yfir auglýsinuna, bæði á íslensku og ensku, áður en hún er birt.
Auglýsingin birtst á umsóknarvef þegar smellt er á Vista.