Ef viðskiptavinur notar mannauðskerfi Kjarna þá er hægt að klára ferlið og láta ráðinn umsækjanda stofnast sem starfsmaður í mannauðskerfinu. Þá þarf að breyta stöðu umsækjandans í á umsókninni í “Tilbúinn til ráðningar”
Ath. að hægt er að breyta stöðu umsóknar á nokkrum mismunandi stöðum. Sjá nánar hér.
Þegar umsækjandi hefur fengið stöðuna Tilbúinn til ráðningar þá birtist nafnið hans í listanum undir Ráðningar í hliðarvalmynd vinstra megin. Í þessum lista birtast nöfn þeirra sem á að ráða. Ef það birtist gulur þríhyrningur fyrir aftan nafnið þá þýðir það að viðkomandi er nú þegar til í mannauðskerfi fyrirtækisins og þá þarf að fara inn í mannauðskerfið og virkja starfsmanninn aftur þar. Í þessu sjónarhorni er hægt að velja inn þá dálka sem maður kýs að birtist og í hvaða röð.
Haka þarf í nafn umsækjandans sem á að ráða og smella á Ráða efst í hægra horninu.
Við þessa aðgerð flytast persónuupplýsingar umsækjanda yfir í ferlið sem er klárað í fjórum skrefum. Sjá nánar hér.