Starfsmaður getur séð orlofsstöðuna sína á starfsmannavefnum. Orlofsstaða er sótt í áramótastöðu launa viðkomandi starfsmanns og uppfærist staða orlofs á starfsmannavefnum eftir hverja útborgun.
Nýtt orlofsár byrjar 1. maí og frá og með þeim degi kemur ný staða orlofs fyrir komandi orlofsár á starfsmannavefnum. Til að ný staða orlofs birtist verður að vera búið að keyra aðgerðina fyrir orlofsáramót. Ef því er ekki lokið birtist engin staða orlofs á starfsmannavefnum.