Einingar elta daga
Reiknivélin passar að launaliðir sem eru merktir “Einingar elta daga” og reiknast til stöðugildis myndi ekki meira en eina einingu í tímaeiningu fyrir einn mánuð þrátt fyrir að launaliðir séu fleiri en einn. Þetta á t.d við ef greiða á mánaðarlaun frá 1.3-10.3 en svo mánaðarlaun veikindi frá 11.3-31.3. Ef launaliðir eru bara merktir með “Einingar elta daga” þá er bara flokkað eftir launalið þ.e passað að einn og sami launaliðurinn myndi ekki meira en eina einingu í tímaeiningu. Dæmi um þetta er fastur bílastyrkur sem væri á einni kostnaðarstöð frá 1.3-10.3 og svo annari kostnaðarstöð frá 11.3-31.3.
Stilling fyrir texta í samþykkt launa
Nýrri stillingu hefur verið bætt við, PayApproveSend.Text. Gildið í stillingunni segir til um númer á bréfinu sem texti er sóttur úr þegar laun eru send til samþykktar. Texti sem samþykkjandi fær í tölvupósti, t.d flott að hafa linkinn á vefinn þar sem laun eru samþykkt á vefnum. Bréfið (XapEmailTemplate) er hægt að stofna í hliðarvalmyndinni úr Stofnskrám. Ef það er ekkert bréf til staðar, þá er ennþá sami texti til staðar og áður ("Vinsamlega farið í samþykktarferil launa"). Sjá nánar um bréf í handbók Bréf