Laun 20.1.1

Einingar elta daga

APPAIL-6583

Reiknivélin passar að launaliðir sem eru merktir “Einingar elta daga” og reiknast til stöðugildis myndi ekki meira en eina einingu í tímaeiningu fyrir einn mánuð þrátt fyrir að launaliðir séu fleiri en einn. Þetta á t.d við ef greiða á mánaðarlaun frá 1.3-10.3 en svo mánaðarlaun veikindi frá 11.3-31.3. Ef launaliðir eru bara merktir með “Einingar elta daga” þá er bara flokkað eftir launalið þ.e passað að einn og sami launaliðurinn myndi ekki meira en eina einingu í tímaeiningu. Dæmi um þetta er fastur bílastyrkur sem væri á einni kostnaðarstöð frá 1.3-10.3 og svo annari kostnaðarstöð frá 11.3-31.3.

Stilling fyrir texta í samþykkt launa

APPAIL-6430

Nýrri stillingu hefur verið bætt við, PayApproveSend.Text. Gildið í stillingunni segir til um númer á bréfinu sem texti er sóttur úr þegar laun eru send til samþykktar. Texti sem samþykkjandi fær í tölvupósti, t.d flott að hafa linkinn á vefinn þar sem laun eru samþykkt á vefnum. Bréfið (XapEmailTemplate) er hægt að stofna í hliðarvalmyndinni úr Stofnskrám. Ef það er ekkert bréf til staðar, þá er ennþá sami texti til staðar og áður ("Vinsamlega farið í samþykktarferil launa"). Sjá nánar um bréf í handbók Bréf

Viðmiðunardagsetning starfshlutfalls á skilagrein lífeyrissjóða

APPAIL-6640

Í stofnupplýsingum lífeyrissjóða var bætt við svæði til að velja viðmiðunardagsetningu starfshlutfalls á skilagrein ef viðmiðunardagsetningin er önnur en tímabil skilagreina. Ef viðmiðunardagsetningin er sú sama og tímabil skilagreina þá er ekkert haft í þessu nýja svæði.

Launagreiðslur sem eiga að bókast inn á lánardrottinn

APPAIL-6637

Í sumum tilfellum eru starfsmenn ekki að fá laun sín greidd inn á bankareikning, nú er val um hvort bóka eigi laun starfsmanna inn á lánardrottinn eða inn á bankareikning, þetta á t.d við þar sem starfsmenn fá greidd laun inn á erlendan bankareikning. Í spjaldinu Starfsmaður undir flipanum launakerfi en komin stilling “Erlendur bankareikningur”. Þetta nýja svæði er svo notað í stillingum bókhaldslykla til að bóka laun þessara starfsmanna inn á lánardrottinn. Í skilagreinum undir möppunni banki er nýr listi yfir þá starfsmenn sem fá laun sín inn á erlenda bankareikninga.

Bókunarsvið - svæði

APPAIL-6616

Svæði sem er í spjaldinu Tengingar innan fyrirtækis er nú hægt að nota sem vídd í bókhaldi

Áætlun til samanburðar við laun

APPAIL-4657

Stilling í gildi PayBudgetID í gildi er sett vísis númer áætlunar sem er notuð til samanburðar á launum