Mannauður 20.1.1
Svæðum bætt í listann Tenging innan fyrirtækis
Bætt hefur verið við svæðunum Yfirskipulagseining, Yfirskipulagseining nr., Móðurmál og Fæðingarland sem vali til að velja inn í listann Tenging innan fyrirtækis.
Athugasemd löguð þegar stofnuð er færsla með sama númeri og er nú þegar til fyrir Flokkun
Ef stofnuð er færsla með sama númer og nú þegar er til í listanum yfir Flokkun kom athugasemd sem var ekki nægilega lýsandi. Þetta hefur verið lagað.
Athugasemd bætt við ef gat er í tímabili í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis
Ef gat myndast í tímabili fyrir spjaldið Tenging innan fyrirtækis þá hefur verið bætt við athugasemd þegar spjaldið er vistað. Laga þarf dagsetningarnar þannig að þær séu réttar í spjaldinu til að geta vistað aftur.
Áminningu bætt við fyrir spjöldin Grunnlaun og Fasta launaliði
Áminningu hefur verið bætt við spjöldin Grunnlaun og Fasta launaliði. Fyrir spjaldið Grunnlaun er áminning send fyrir dagsetningarsvæðið Stofnað þann. Er þetta hugsað að ef gerðar eru breytingar á spjaldinu Grunnlaun er hægt að senda áminningu þess efnis á tiltekna aðila. Fyrir spjaldið Fastir launaliðir sendist áminning þegar fastur launaliður er að renna út. Þetta er t.d. hægt að nota fyrir samgöngustyrkinn að þegar launaliður tengdur honum er að renna út sendist áminning á tiltekna aðila. Setja þarf upp áminningu fyrir hvern launalið fyrir sig.
Ef óskað er eftir að fá þessar áminningar í virkni hjá sér skal senda beiðni á service@origo.is
Notendanafn og netfang uppfært á starfsmanni uppfæri líka tengingu notanda við starfsmann (EmployeeXapUser.List)
Ef starfsmaður fær nýtt notendanafn og netfang var tenging notanda við starfsmanninn ekki að uppfærast (listinn EmployeeXapUser.List). Þetta hefur verið lagfært.
Kveikt á sjálfvirkri stofnun notanda - starfsmaður stofnaður fram í tímann og skráður hættur fram í tímann
Ef kveikt er á sjálfvirkri stofnun notanda og starfsmaður er stofnaður fram í tímann var notandinn að stofnast en ekki að virkjast. Þetta hefur verið lagað og virkjast notandinn núna strax þegar starfsmaðurinn er stofnaður.
Ef starfsmaður er skráður hættur fram í tímann þarf áminning fyrir Starfslok og sjálfvirk keyrsla að vera í gangi fyrir áminningar svo notandinn óvirkist þegar starfsmaður hættir.
Ef óskað er eftir aðstoð við uppsetningu á þessari virkni skal senda beiðni á service@origo.is