Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 6 Current »

Notendur geta stofnað sínar eigin spurningar og spurningasniðmát til notkunar í frammistöðumati. Þetta er gert undir Kjarni > Frammistöðumat.


Að setja upp spurningar og spurningarsniðmát í Frammistöðumatshlutanum er gert á sama hátt og í Ráðningahluta Kjarna, sjá nánar Spurningar og spurningasniðmát

Viðeigandi spurningarsniðmát og/eða spurningar eru svo valdar inn í Frammistöðumatseyðublöð. Frammistöðumatseyðublöðin geta verið eins mörg og þurfa þykir þar sem það geta jafnvel verið mismunandi spurningar milli sviða eða deilda fyrirtækja.

Spurningategundinni Skali var bætt sérstaklega við fyrir frammistöðumatið svo ekki þurfi að handstofna svarmöguleika á hverja spurningu heldur sé í staðinn hægt að tengja tilbúinn skala á viðeigandi spurningar. Spurningin er stofnuð á sama hátt og aðrar spurningar í Kjarna, sjá Spurningar og spurningasniðmát en skalinn sem tengur er á spurninguna er stofnaður undir Kjarni > Stofnskrár > Hæfni - Skalar

Ný færsla er stofnuð með því að smella á + hnappinn:

Nafnið á skalanum er skráð í Heiti og smellt á Geyma og loka til þess að vista skalann. 

Síðan þarf að fara aftur inn í skalann og stofna gildin sem eiga að vera í honum. Það er gert með + hnappinum. Í Gildi er skráð 1, 2, 3, o.s.frv. og í Lýsing er skráð lýsing á viðkomandi gildi, sjá dæmi á skjámynd. 


Nánar um uppsetningu á Hæfni og Hæfni-Skalar hér.

  • No labels