Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 2 Current »

Forsendur fyrir því að starfsmenn vinni sér inn réttindi í Kjarna er að þeir fái greidd laun.
Ein eining af mánaðarlaunum gefur starfsmanni réttindi til :

  • orlofstöku
    • tímafjöldi fer eftir orlofsprósentu starfsmanns og vinnuskyldu á dag.
  • greiðslu orlofs uppbótar, 1/12 af upphæð uppbótar.
  • greislu desemberuppbótar, 1/12 af upphæð uppbótar.

Hlutfölluð mánaðarlaun gefa hlutfölluð réttindi.
Fyrir kemur að starfsmenn eiga að vinna sér inn réttindi í launlausri fjarveru.
Í þeim tilfellum þurfum við að skrá safnfærslu inn í launaútborgun. Við notum safnfærslu launaliði til þessa. Gott er að stofna tvo safnfærslu-launaliðir og kalla þá Réttindi. Þetta geta t.d verið eftirfarandi launaliðir :

  • 8000 Réttindasöfnun
    • Þessi liður er notaður til að safna réttindum til greiðslu á orlofs- og desember uppbótum.
    • Þessi liður er skráður í fasta liði starfsmanns á það tímabil sem við á.
    • Skráð eining er í samræmi við ráðningarsamning starfsmanns, ef 1 eining þá safnast 1/12 hluti réttinda.
    • Ef starfsmaður er launalaus hluta úr mánuði, en á samt að safna fullum réttindum er þessi liður handskráður í útborgun á það hlutfall sem vantar uppá rétt starfshlutfall.
    • Þessi liður gefur einungis þessi réttindi ef hann er með í launaútborgun og vistaður í áramótastöðu starfsmanns.
  • 8001 Réttindasöfnun – orlofstímar í fæðingarorlofi
    • Þessi liður er notaður til að safna orlofstímum.
    • Þessi liður er skráður í fasta liði starfsmanns á það tímabil sem við á.
    • Skráð eining er í samræmi við ráðningarsamning starfsmanns, ef 1 eining þá full orlofstímasöfnun.
    • Þessi liður er líka notaður til að kalla á orlofsskuldbindingu vegna bókunar.
    • Ef starfsmaður er launalaus hluta úr mánuði, en á samt að safna fullum orlofstímum er hann handskráður í útborgun á það hlutfall sem uppá vantar rétt starfshlutfall.
    • Þegar laun eru reiknuð þá reiknast orlofstímar skv. skráningu starfsmanns (orlofsprósenta og vinnuskylda) og skrást þeir tímar á launalið 9280 alveg eins og þegar orlofstímar reiknast af launum.

 

  • No labels