Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 21 Current »

Veflykil þarf fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig. Veflykillinn er skráður í flipann Stillingar og þar í Gildi. Það er mikið af gögnum hér inni, svo best er að draga svæðið Kódi upp fyrir listann og finna þarf Vefskil.

Smellt er á plúsinn fyrir framan Kódi: Vefskil og þar er veflykilinn skráður í svæðið Gildi. Nafn skipunar er Xap.Rsk.Veflykill.1 þar sem númerið vísar til númers fyrirtækis. Ef um mörg fyrirtæki er að ræða, þá þarf að skrá þessa skipun fyrir hvert fyrirtæki með réttu númeri og skrá veflykilinn fyrir hvert fyrirtæki í svæðið Gildi.

ATH! það þarf einnig að skrá inn netfang í stofnupplýsingar fyrirtækis í Póstfang. Þetta netfang er sent með vefskilum staðgreiðslu til RSK.



 Til að skila staðgreiðslu með vefskilum er smellt á Skila í launahringnum þar sem er hægri smellt á staðgreiðslu skilagreinina og valið vefskil.



 Þá kemur upp valgluggi þar sem valin útborgun kemur sjálfkrafa inn. Þegar smellt er á „sækja" birtist skilagreinin á skjánum áður en hún er send. 

Byrjað er á að villuprófa skilagreinina.

Ef eitthvað er athugavert er smellt á hnappinn Hætta við og er þá skilagreininni lokað og engin sending á sér stað.
Ef allt er í lagi, er smellt á hnappinn Senda til RSK. Skilagrein er lokað og í staðinn birt móttöku kvittun, merkt XML-svar. 

Til að prenta út móttöku kvittunina frá RSK er hægri smellt á kvittunina og valið "prenta".

Afstemming á vefskilum : 

Helstu villumeldingar eru eftirfarandi:

  • Skilgreina þarf í stofngögnum launa hvert rafrænt númer sjóðs/félags er. Ef það vantar kemur eftirfrandi villumelding í samtalsskjá : ATH! tvísmellt er á villumeldingu til að laga villuna

    • Ríkisskattstjóri athugar hvort búið sé að skila skilagrein fyrir valið tímabil. Ef reynt er að senda aftur fyrir sama tímabil, þá kemur eftirfarandi villumelding í XML-svar.

    <Villubod xmlns="http://rsk.is/rafraenstadgreidsla/">Athugið. Ekki hægt að skila inn eins skilagrein tvisvar.</Villubod>

    • Ríkisskattstjóri athugar hvort kennitölur séu gildar. Ef reynt er að senda vegna ógildrar kennitölu, þá kemur eftirfarandi villumelding í XML-svar.

    <Villubod xmlns="http://rsk.is/rafraenstadgreidsla/">Kennitala 2209774222. Lína 249. Kennitala stenst ekki vartölupróf.</Villubod>

    • Ríkisskattstjóri leyfir ekki skil á staðgreiðslu frá fyrra ári, þá kemur eftirfarandi villumelding í XML-svar

    Ríkisskattstjóri leyfir ekki skil á mínusstaðgreiðslu umfram greidda staðgreiðslu á árinu. <Villubod xmlns="http://rsk.is/rafraenstadgreidsla/">Aðeins Tryggingarstofnun hefur réttindi til að skila á lokuð ár eins og er</Villubod>

    • Ríkisskattstjóri leyfir ekki mínus í lífeyrissjóði. Ef það hendir, þá kemur eftirfarandi villumelding í XML-svar:

      <Villubod xmlns="http://rsk.is/rafraenstadgreidsla/">Kennitala XXXX-XXXX myndar mínus gildi í staðgreiðslu ársins 2019 mynda mínus gildi - skilagrein hafnað <br></Villubod>

      




  • No labels