Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 9 Next »

Birting kostnaðarstöðvar starfsmanns

APPAIL-4847

Nú er hægt að setja inn stillingu til þess að birta kostnaðarstöð starfsmanns á starfsmannavef. Hægt er að birta nafn kostnaðarstöðvar, númer, vísi og/eða bókhaldslykil. Sjá nánar hér

Hægt að kalla í starfsmannaleit á starfsmannavef frá t.d. innri vef

APPAIL-4893

Hægt að kalla í starfsmannaleit á starfsmannavef frá t.d. innri vef. Eftirfarandi er dæmi um hvernig kallað er í leitina þegar leitað er að starfsmanni með nafnið Halla: https://vidskiptavinur.starfsmenn.is/search?query=Halla. Í stað "vidskiptavinur" kemur nafn viðskiptavinar, sbr. slóð á viðkomandi starfsmannavef. 

Leitarniðurstöður fyrir Svið

APPAIL-4791

Þegar smellt hefur verið á tiltekinn starfsmann í leitarniðurstöðum starfsmannaleitarinnar þá hefur frá upphafi verið hægt að smella á Fyrirtæki, Svið, Skipulagseiningu og Stöðuheiti starfsmanns og fá þannig upp alla aðra sem líka tilheyra því sem smellt var á. Þessi virkni var aftur á móti ekki að virka rétt fyrir Svið en það hefur nú verið lagað. 

Samþykki starfsmanns

APPAIL-4899APPAIL-4903

Bætt hefur verið við virkni þannig að hægt sé að birta ýmsar "spurningar" á starfsmannavef og fá þar samþykki starfsmanns við þessum atriðum. Sjá nánar hér

Skattkort á starfsmannavef

APPAIL-4813

Nú er hægt að opna fyrir það að starfsmenn geta sjálfir skráð inn upplýsingar um skattkort á starfsmannavef. 

Hægt er að skrá gildi í Nýtingarhlutfall, Ónotaður persónuafslattur og Virkt frá og með.  Hámark upphæðar í ónotaður persónuafsláttur er reiknað út miðað við dagsetningu í Virkt frá.  Starfsmaður getur því ekki skráð hvaða upphæð sem er í þetta svæði.  Í virkt frá er hægt að skrá núverandi mánuð og svo fram í tímann.  Ef nýta á skattkort aftur í tímann er sú upphæð sett í ónotaður persónuafsláttur.

Hér má sjá þær stillingar sem setja þarf inn í tengslum við skattkortin. Einnig þarf að bæta við starfsmannavefshlutverkið hjá þeim viðskiptavinum sem vilja nýta þessa virkni. Ef aðstoðar er óskað frá ráðgjöfum Origo skal senda póst á service@origo.is. 

Hæfnisleit - tegundir hæfni

APPAIL-4932

Nú er hægt að takmarka hæfnisleit við ákveðnar Tegundir hæfni. Setja þarf inn stillinguna Employee.Web.Show.QualificationSearch.Type fyrir þær hæfnistegundir sem leitin á að ná til. Sjá nánar hér. Ef óskað er eftir aðstoð frá ráðgjöfum Origo við að setja inn viðeigandi stillingu skal senda póst á service@origo.is. 

Hæfnisleit - hæfni birtist í leitarniðurstöðum

APPAIL-4931

Því hefur verið bætt við að þegar leitað er eftir tiltekinni hæfni þá birtist hæfnin á meðal leiðtarniðurstaðna, fyrir neðan starfsheiti þeirra starfsmanna sem uppfylla leitina. 

Hæfnisleit - leit innan orðs/orðasambands en ekki bara upphafi

APPAIL-4987

Hæfnisleitin virkaði áður þannig að hún leitaði bara í upphafi orðs en skilaði ekki niðurstöðum þar sem leitarskilyrði pössuðu við hluta orðs eða orðasambands. T.d. skilaði leitin "hönnun" áður bara því sem byrjaði á þeim texta, s.s. "hönnun" eða "hönnunarþekking", en nú skilar sú leit einnig t.d. "grafísk hönnun" og "línuhönnun". 

Starfsmannaleit - Birta hæfni þegar smellt á starfsmann

APPAIL-4933

Hægt er að birta hæfni starfsmanns meðal starfsmannaupplýsinga þegar smellt er á starfsmann í niðurstöðum starfsmannaleitar. Setja þarf inn stillinguna Employee.Api.Show.EmployeesSearch.Qualifications til þess að virkja birtinguna. Sjá nánar hér. Þessi birting er háð því að starfsmannavefshlutverkið gefi aðgang að hæfni annarra starfsmanna. Ef hlutverkið gefur ekki þann aðgang þá birtist hæfni ekki meðal starfsmannaupplýsinga þrátt fyrir að kveikt hafi verið á stillingunni. 


  • No labels