Þegar launaskráningu er lokið er samþykktarferlið stofnað í launahringnum. Úr þessari valmynd er samþykktarferlið stofnað en þar er einnig hægt að skoða launasamþykktarskýrslu. Með því að smella á "skoða" opnast listi yfir allar launafærslur. Ef smellt er á "Ósamþykkt" opnast skýrsla sem inniheldur allar ósamþykktar færslur. Ef smellt er á "Samþykkt" opnast skýrsla sem inniheldur allar samþykktar færslur | |
Þegar smellt er á stofna kemur upp valskjár þar sem valið er hvaða útborgun á að stofna samþykktarferli fyrir. Úr þessari valmynd er einnig hægt að skoða launasamþykktarskýrslu. Með því að smella á "skoða" opnast listi yfir allar launafærslur. Ef smellt er á "Ósamþykkt" opnast skýrsla sem inniheldur allar ósamþykktar færslur. Ef smellt er á "Samþykkt" opnast skýrsla sem inniheldur allar samþykktar færslur. | |
Til að senda laun til samþykktar er smellt á "Senda til samþykktar". Þá opnast gluggi sem inniheldur nöfn allra samþykkjenda og skilaboð sem sendast í tölvupósti til þeirra. Undir stillingar kemur upp það netfang sem pósturinn er sendur frá. Hægt er að breyta þessu netfangi undir Xap → Gildi. Ef að breyta á netfanginu í eitt skipti er það gert í þessum glugga hér. |
ATH! Ef athugasemdir koma frá yfirmanni og breyta þarf launum, þá þarf að skrá þær breytingar og reikna laun og stofna samþykktina aftur. Yfirmenn sjá ekki þær breytingar sem gerðar hafa verið í launaskráningu nema að samþykktin sé stofnuð aftur.
Stillingar:
- Skipurit verður að vera rétt uppsett - því það stýrir aðgangi yfirmanna að gögnum í Kjarna.
Á skipulagseiningu þarf að skrá yfirstöðu og þar þarf að yfirfara hvort yfirmaður skipulagseiningar sé einnig samþykkjandi launa. - Yfirmaður þarf að vera skráður með hlutverkið Yfirmaður, skráð í XAP - Notendur.
- Yfirmaður þarf að vera skráður með notandanafn á þremur stöðum:
- Spjald starfsmanns - Notandanafn
- XAP - Notendur
- Skipun skráð í skipanaglugga :
EmployeeXapUser.List
4. XAP - Gildi:
#PayID_Samthykkt = númer þeirrar útborgunar sem verið er að samþykkja.
PayEmployeeApprove.Report = númer vistaðs lista sem sækja skal í samþykktarferli.
Email.From = netfang sendanda, Kódi er ýmist Email eða Póstsendingar.