Mannauður 21.2.1
Spjaldið Kjör í starfsmannatrénu
Starfsmannaspjaldið Kjör var ekki að birtast með eðlilegum hætti, það hefur nú verið lagað.
Starfsmannaspjald - Nafnasvæði breytast samhliða breytingum á nöfnum.
Þegar kveikt er á svæðunum Fornafn, Millinafn og Eftirnafn í starfsmannaspjaldinu þá endurspeglaðist breytingar á nöfnum ekki í þeim svæðum. Það hefur nú verið lagað.
Flýtiráðning - Nafnasvæðin; Fornafn, Millinafn og Eftirnafn.
Þegar starfsmenn voru stofnaðir með flýtiráðningu þá birtust nöfnin þeirra ekki í svæðunum Fornafn, Millinafn og Eftirnafn. Þetta hefur nú verið lagað.
Flýtiráðning - Póstnúmeratafla
Póstnúmerataflan var ekki að virka sem skyldi þegar starfsmaður var stofnaður með flýtiráðningu. Þetta hefur nú verið lagað.
Flýtiráðning - Notandanafn
Þegar starfsmaður var stofnaður með flýtiráðningu var ekki að koma upp villumelding ef sett var notandanafn á starfsmanninn sem var nú þegar til á öðrum starfsmanni. Þetta hefur nú verið lagað.
Flýtiráðning - Aðlaganir
Gerðar voru nokkrar aðlaganir á aðgerðinni Flýtiráðning sem auðveldar notendum að stofna starfsmenn með þeim hætti.
Listinn Starfsmenn - Aldurshópur
Í listanum Mannauður > Starfsmenn var aldurshópurinn ekki að birtast réttur. Þetta hefur nú verið lagað.
Skýrslur - Ráðningarsamningur - Mail merge
Í skýrslunni Ráðningarsamningur var mail merge svæðið að birta launaupphæðir með aukastöfum. Þetta hefur nú verið lagað.
Svæði Annað heiti skipulagseiningar bætt við fyrir skipulagseiningar
Svæðinu Annað heiti skipulagseiningar var bætt við á skipulagseiningar. Núna er því hægt að skrá annað heiti við stofnun/breytingu á skipulagseiningum, t.d. enskt heiti. Þetta svæði er líka hægt að draga inn í listana yfir skipulagseiningar og stöður og hægt að velja þetta svæði inn í spjaldið Tengingar innan fyrirtækis. Þessu svæði var einnig bætt við í starfsmannavefþjónusturnar.