Laun 21.4.1

 

Birting launaflokka á launaseðli þegar stöðum er skipt upp

APPAIL-7318

Hægt er að setja inn skipun í Kjarna til að skipta launum starfsmanna í fleirra en einu starfi niður á stöður á launaseðli. Samningur, launaflokkur og þrep voru bara að birtast fyrir aðalstarfið.

Núna hefur virknin verið bætt þannig að samningur, launaflokkur og þrep birtast fyrir hverja stöðu á seðlinum þegar skipunin er virk.

Birting persónuálags á launaseðli þegar stöðum er skipt upp

APPAIL-7748

Þegar skipunin í Kjarna sem nefnd er hér að ofan er notuð birtist núna einnig persónuálag aftan við samning, launaflokk og þrep hjá þeim viðskiptavinum sem eru að nota það.

Samþykktarferli launa - skilyrði við stofnun

APPAIL-7593

Þegar launasamþykkt var stofnuð var að koma upp valskjár sem innihélt ýmis skilyrði. Það hefur ekki virkað að skrá inn skilyrði og stofna launasamþykkt útfrá þeim. Skilyrðin hafa því verið tekin út úr valskjánum og launasamþykkt stofnast því áfram fyrir alla útborgunina. En núna kemur upp aðgerðarsaga sem auðveldar yfirsýn yfir breytingar.

Starfsmannatré í hliðarvali og “skrá laun” - Flokka eftir kostnaðarstöð fylgi skráningu á stöðu starfsmanns

APPAIL-7504

Ef kostnaðarstöð var yfirskrifuð á stöðu starfsmanns þá var sú yfirskrifaða ekki að birtast ef valið var að flokka starfsmannatré eftir kostnaðarstöð. Þetta hefur nú verið lagfært og starfsmaður birtist undir yfirskrifuðu kostnaðarstöðinni þegar starfsmannatré er flokkað þannig.

Ávinnslur sóttar fyrir ákveðin ávinnslulið

APPAIL-7734

Það virkaði ekki lengur að sækja ávinnslur fyrir ákveðna ávinnsluliði eins og algengt er að gera þegar verið er að vinna uppbætur. Þetta hefur nú verið lagfært og ef valið er að sækja ákveðið ávinnslunúmer þá kemur eingöngu það sem valið var inn í “Skrá” í ávinnslur.

Launaframtal - lagfæring á reitum

APPAIL-7708

Nokkrir launamiðareitir launaliða sem bera tryggingagjald voru ekki að birtast í launaframtali sem olli því að stofn til tryggingagjalds var ekki að stemma í efra og neðra svæði. Bætt var í framtalið svæðinu “Önnur tryggingagjaldskyld laun” þar sem þessir reitir birtast nú og samtalan er þá sú sama í báðum svæðum.

LSR útreikningur á tímabil eða verkefni

APPAIL-7742

Þegar verið var að nota LSR stofn í útreikningi á lífeyrissjóði til LSR var Kjarni ekki að ráða við útreikning hjá starfsmönnum sem fengu laun á fleirra en eitt tímabil eða á verkefni. Það hefur verið bætt úr þessu með því að útbúa stillingu sem hægt er að setja í gildi. Þeir sem nota LSR stofn og vilja frekari upplýsingar geta sent fyrirspurn á service@origo.is.

Starfsaldurslisti - bæta inn svæðum

APPAIL-7812

Undir skýrslur er starfsladurslisti. Þegar listinn er opnaður koma eftirtalin svæði nú sjálfvalin í listann. Áður þurfti að draga þau inn.

  • Eldri ár til launa

  • Eldri mán, til launa

  • Reikn, starfsaldur mán.

Starfsaldur á launaseðli

APPAIL-7753

Þegar kveikt er á starfsaldri útfrá greiddum stöðugildum birtist starfsaldur á launaseðli núna útfrá svæðinu “Starfsaldur launa”.

Starfsaldur útfrá greiddum stöðugildum - bæta inn svæði

APPAIL-7811

Bætt hefur verið við svæðinu “Reikn. starfsaldur mán” í starfsmannaspjald þegar kveikt er á starfsaldri útfrá greiddum stöðugildum. Þetta svæði sýnir fjölda mánaða milli svæðanna “Viðmið til launa” og “Síðast útborgað”.

Reikna áætlun

APPAIL-7756

Aðgerðin að “Reikna áætlun” gat verið mjög hæg þegar verið var að reikna mikinn fjölda starfsmanna. Aðgerðin hefur nú verið bætt og er mun fljótvirkari.

Loka áætlun - aðgerð uppfærð

APPAIL-7018

Aðgerðin “Loka áætlun” var uppfærð og yfirfarin bæði í client og á vef til að tryggja að á hvorum staðnum væri hægt að gera breytingar eftir að lokað er.

Launaáætlun - Senda bunka í áætlun

APPAIL-7848

Aðgerðin að “Senda bunka í áætlun” í innlestri var hætt að virka og skilaði villu. Aðgerðin hefur nú verið lagfærð. Sjá nánar hér: https://kjarni.atlassian.net/wiki/spaces/KJAR/pages/555253764

Launaáætlun - sækja rauntölur ekki með rétta virkni

APPAIL-7849

Ef rauntölur voru sóttar í áætlun eftir ákveðnum skilyrðum eins og skipulagseiningu, launamanni eða samningi þá var virknin ekki rétt og rauntölur komu inn á alla. Þetta hefur nú verið lagfært og rauntölur sem sóttar eru eftir ákveðnum skilyrðum skila sér einungis eftir þeim skilyrðum sem valin eru.

Læsa bókun launa, áætlunar og skuldbindingar

APPAIL-7778

Bætt hefur verið við nýjum flipa undir “Laun” í miðjum launahring sem heitir “Bókun og skuldbinding” sem segir til um hvort búið sé að bóka launa,ávinnslu eða áætlun. Notast er við „Laun bókuð“ bæði fyrir laun og áætlun en „Skuldbinding bókuð“ er merkt þegar skuldbinding er bókuð.  Merking er framkvæmd sjálfkrafa ef verið er að bóka lokaða launakeyrslu/ávinnslu og eða áætlun. Einnig getur notandinn breytt gildi rofans í opinni útborgun ef hann vill læsa bókun áður en útborgun er lokuð.

Ef búið er að bóka og bókunaraðgerðin er framkvæmd aftur þá kemur skilaboðagluggi þar sem þarf að skrá inn lykilorðið “bóka aftur” til að framkvæma bókunina aftur. sjá nánar hér: https://kjarni.atlassian.net/wiki/spaces/KJAR/pages/17400274

Virkja aðgerðina “Loka” í ávinnsluhring

APPAIL-7779

Aðgerðin “Loka” í ávinnsluhringnum hefur verið virkjuð þannig að þeir sem vilja koma í veg fyrir að skuldbinding sé óvart sótt aftur eftir að hún hefur verið bókuð geta nú framkvæmt þá aðgerð. Sjá nánar hér: https://kjarni.atlassian.net/wiki/spaces/KJAR/pages/44302405

Fastir liðir - Error merki fremst í yfirliti fastra launaliða hjá starfmönnum

APPAIL-7732

Eftir breytingar í DevExprss sem client-inn byggir á þar sem verið var að úrelda ákveðin útlisþemu fór að bera á því að rautt X kom fyrir framan launaliði sem skráðir voru í fasta liði hjá starfsmönnum. Þetta hefur núna verið lagfært og svæðið birtist ekki lengur.

Markaðslaun PwC - breytingar á skýrslu

APPAIL-7719

Að beiðni PwC voru gerðar nokkrar breytingar á skýrslunni. Breytingar voru gerðar á fyrirsögnum og formati nokkurra dálka ásamt því að röðun dálka var lítillega hliðrað. Vegna þess og að bæta þarf við tveimur nýjum dálkum er nauðsynlegt að útbúa nýjan dálkalista til að fá rétta birtingu. Áður var dálkalistinn með 16 dálka en sá nýji þarf að innihalda 18. Mynd að uppsetningu nýja dálkalistans má sjá hér:

Ef aðstoðar er þörf við að útbúa nýjan dálkalista er notendum bent á að senda beiðni á service@origo.is